Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 15
SKINFAXI 139 Ungmennafélagshreyfingin reis hátt á fyrstu árun- um, svo liátt, að liún hlaut að hníga um stund. Fór það saman, að aldur færðist yfir félagsmenn, líf- ið kallaði þá lil starfa hins fulltíða fólks — og heims- styrjöldin skall á. En lireyfingin hefir alltaf staðið með nokkrum blóma og hún lilýtur að rísa að nýju vegna þess, hversu hún er hentug umgerð fyrir ósingjarnan áhugá og manndóm æskunnar, þegar snúizt er við þjóðhollum viðfangsefnum — og að þessu hlýtur að koma í livert sinn, sem á móti hlæs og á reynir. Lífið — lif þjóð- arinnar sér fyrir sjálfu sér, og það var það, sem var að gerast, þegar Ungmennafélögin stóðu með sem mestum hlóma. Nú kemur engum til hugar, að leita á fund náms- manna í framandi landi til liess að skyggnast uin fram- tíð þjóðarinnar. Landið okkar hýr yfir mikilli orku. Mest af þeirri orku er enn óleyst úr læðingi. Vér hyggjum öll gott til þeirra stórræða, þegar stund- ir líða. En liér hafa þegar vcrið reist eigi allfá annarskonar orkuver. Orkuver lil þess að leysa úr læðingi það, sem með æskunni hýr, og á eg þar einkum við liina ný- reistu unglingaskóla. Geng cg þess ckki dulinn, að nokkurt samband er á milli hinna gömlu Ungmennafélaga og þeirrar á- lierzhi, sem liefir verið lögð á að gera þcssar „útbygg- ingar“ sem bezt úr garði. Takist þeim að vekja æsku landsins til starfs og sjálfsuppeldis á svipaðan hátt og í áþekkum anda þeiin, scm gegnsýrði Ungmennafélögin, þá veit eg að heppn- ast muni, þcgar stundir líða, að „klæða landið“, og er ]>ess þá jafnframt fullvís, að íslenzki fáninn verður ekki dreginn niður!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.