Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 17
SKINFAXI 141 arinnar verður að vera metin meir en vilji einstak- lingsins. I þeim ungmennafélögum, sem eg slarfaði í, voru gefin út skrifuð mánaðarblöð, sem félagarnir tóku að scr ritstjórn á, til skiftis; seinna bættist svo við bið prentaða blað félaganna, Skinfaxi, sem maður las og „stúderaði“ með hinum mesta áhuga. Á fund- um voru svo rædd ýms velferðarmál félaganna, og Jands og lýðs, því að vitanlega létum við ekki staðar numið við þau mál ein, sem félögin sjálf varðaði ein- vörðungu. I>ctta var líka á þeim árum, sem þjóðernis- öldurnar risu hátt i bugum allra þeirra, sem Islend- ingar vildu vera, og æskan íslenzka, með ungmenna- félögin i broddi fylkingar, átti þar ekki sízt hlut að máli. Ungmennafélögin ólu okkur smátt og smátt, fyr- ir starfið innan félaganna, upp í meðvitundinni um, að við værum félagar i miklu stærri félagsskap, þjóð- félaginu, og bjuggu okkur undir starfið þar. Það var síður en svo, að mcnn væru alltaf sammála á fund- unum, þverl á móti sló þar oft í harðar brýnur, þar sem hver varði sinn málstað af hinu mesta kappi. Aldrei man eg þó eftir, að óvild lilytist af milli aðila; liafa ýmsir ungmennafélagar víðsvegar um land sagt mér bið sama úr sínum félögum, og bygg eg þá reynslu nokkuð sérslaka fyrir unmennafélögin. I’etta var okk- ur andleg leikfimi, sem áreiðanlega æfði mjög og örf- aði rökfimi okkar og hæfileika lil að koma fyrir okk- ur orði og verja málstað okkar; enda munu ungmemia- félögin bafa orðið ýmsum af þeim mönnum, sem nú eru miðaldra, ágætur skóli í þessu efni. Eg liefi stundum spurt sjálfa mig, hvernig á því myndi standa, að af öllum þeim félögum, sem eg liefi kynnzt, er eg í engum vafa um, að ungmennafélögin bafa náð lengst í því, að ala félaga sína upp í sjálf- stæðu starfi, þannig, að þeir fyrir veru sina í félaginu liafa orðið andlega frjálsari menn og sjálfstæðari. Fyr- ir mitt leyti er eg sannfærð um, að þetta stafar af þvi,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.