Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 23
SKINFAXI 147 sterk, að liún hefir rutt sér hreinan farveg gegnum hrjóstur og klungur allra örðugleika, með andagift þeirri, sem er lærdómi ofar. Það mun vera sönnu næst, að allmörg af lögum Sig- valda hafi fonngalla nokkra frá tónfræðilegu sjónar- miði. Ljóð Gríms Thomsen laafa líka sína rímgalla, en mundu þau ekki samt vega all drjúgt á metaskálum íslenzkrar Ijóðlistar, ekki síður þótt stundir líði fram. Sigvaldi Kaldalóns liefir verið óvenjulega mikilvirkt tónskáld, ekki sízt þegar tilit er tekið til þess að allar tónsmíðar lians eru hjáverk hjá lækningastörfunum, og þegar enn fremur er tekið tillit til þess, að liann er einn þeirra lækna, sem að jafnaði lesa mikið i lækna- tímaritum til að fylgjast með í nýjungum læknisfræð- innar, svo sem unnt er. Þá má heldur ekki gleyma þvi, að liann missti mörg af sínum beztu árum frá tónsmíðum sökum lieilsu- brests. Yfir flestum lögum Sigvalda er jajóðlegur blær, enda hefir hann leitazt við að finna list sinni liljómgrunn og fótfestu í eldri íslenzkri tónlist. En það, sem einna mest einkennir lög hans, eru hinar lireinu og einföldu, en þó djörfu línur laganna. Enda er það oftast svo, að hin einfalda list veldur sterkari álirifum, en hin marg- brotna. Eagur einsöngur hrífur meira en samsöngur, og engin söngsveit í heimi getur keppt við beztu ein- söngvara. Sama er að segja um samleik, og einleik á hljóðfæri. Engin hljómsveit getur náð jafn töfrandi áhrifum eins og góður fiðlari. Ekki eru það heldur hin- ar umsvifamiklu umbúðir tónskáldanna, sem mestri lirifningu valda. Ekki er „Söngur Sólveigar“ meðal hinna margbrotnustu tónverlca Griegs, en livað myndi lengur lifa? Sjaldan eru ])að liinar voldugu og marg- brolnu hópmyndir listasafnanna, er hljóta mesta frægð og langlífi. Oftast eru það einmitt fábrotnu myndirriar, sem vekja mesta athygli. Ein einasta andlitsmynd

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.