Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 25
SKINFAX) 149 þau, og er nú þegar dansað eftir þeim út um allt land. Tilkomumestu vikivakalögin, sem eg liefi lieyrt, eru dansarnir i Dansinn í Hruna. Þá er hið nýja vikivalca- lag „Suðurnesjamenn“ með sérstaklega karlmannlegri og þróttmikilli fallandi. — Eins iiefir hann gert ný vikivakalög við Brúðarljósin (kvæði Daviðs Stefáns- sonar). Eru þau hæði þýð og aðlaðandi og verða efa- laust vinsæl. Mun Sigvaldi vera fyrsta tónskáldið, sem endurlífg- ar islenzku vikivakana með sönglögum. Sigvaldi Kaldlóns hefir átl því láni að fagna að eiga fyrir bróður hinn ágæta söngvara Eggert Stefánsson, sem af miklum skilningi hefir sungið lög hans, og' mun það eigi alllítið hafa flýtt fyrir úthreiðslu þeirra utan lands og innan. Aðrir, sem eg veit um að sungið hafa lög Sigvalda erlendis, eru söngkonurnar Signe Lilje- kvist, Maria Markan og Gagga Lund, og hafa lög hans jafnan vakið sérstaka athygli, sökum frumleiks og feg- urðar. Ef Sigvaldi Kaldalóns hefði alizt upp með einhverri af hinum meiri háttar sönglistarþjóðum og ungur fengið þá uppfræðslu og þjálfun, sem hæfði tónlistarhæfileik- um lians, tel eg engan efa á þvi, að hann hefði orðið atkvæðamikið söngleilca-tónskáld. Til þess benda mörg Mn dramatisku Iög lians og andagift öll. Þarf ekki ann- að en heyra liann leika á slagliörpu síua eða tala um sönglist; þá er tónskáldið þegar komið í annan heim og fegurri en þennan venjulega. Þá opnast liuliðsheimar, heimar, sem engin orð fá lýst og varla tónarnir lieldur, en augu tónskáldsins leiftra af hrifningu. Ríkarður Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.