Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 1

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 1
Skiuíaxi II. 1939. Halldór Kristjánsson: Samvizkufrelsi. Hefir maðurinn rétt til að hugsa? Við svörum játandi, en þó er vafasamt, að við þol- um öll hugsanafrelsið. Þrátt fyrir alla þá baráttu, sem háð hefir verið fyrir samvizkufrelsi mannsins, er þó ykki komið lengra en svo, að samvizkukúgun er algeng. Þó dáumst við að frelsishetjunum, liyllum baráttu þcirra. Það gerum við, — öll og einróma. En þegar iil alvörunnar kemur þá skortir nokkuð á, að við séum öll trú hugsjónum þeirra og stefnu. Utan úr heimi berasl okkur voðalcgar sögur um kúg- un og ofheldi einræðisflokka. Hér skal ekki tefja við nð taka upp frásagnir um ánauð og réttleysi manna ineð vissar skoðanir eða af vissu þjóðerni í einræðis- löndunum. Við skulum dvelja við Island. Það eru ískyggilega margir liérlendir menn, sem ekki eru lýðræðinu trúir. Við eigum áhangandi Sjálfstæðis- flokknum nazista, sem segjast vilja gera blóðuga bylt- ingu með manndrápum, og harma, að sleppt var ónot- uðu því góða byltingar-tækifæri, sem þeir telja að hafi verið vorið 1931. Við eigum kommúnista, sem ekki segjast ætla að hafa nema sína menn kjörgenga í ríki sínu, því að annað væri glæpur við menninguna. Þetta sé hið eina sanna lýðræði, eins og nú sé í Rússlandi. Hið horgaralega lýðræði okkar sé einungis skrípamynd. Svo 6

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.