Skinfaxi - 01.11.1939, Side 2
82
SKINFAXI
cru aftur Sjálfstæðismenn, sem vilja banna konnnún-
ista og Alþýðublaðið hefir stutt það. Innan Framsókn-
arflokksins hefir heyrzt, að rétt væri að loka skólum
landsins fyrir mönnum með vissar skoðanir. Þessvegna
þreifum við öll, sem elskum lýðræði og samvizkufrelsi,
á þeirri dápurlegu staðreynd, livar sem við erum í
stjórnmálaflokki, að í flokknum okkar eru til menn,
sem ekki treysta jafnri aðstöðu, eu vilja tryggja sér
sigur með ruddalegu ofbeldi. Hinar erlendu ofbeldis-
siefnur iiafa sýkt alla íslenzku stjórnmálaflokkana. Svo
alvarlegt er viðhorfið í dag.
Þegar eg var barn, skildist mér, að lýðræðið byggðist
á því, að menn mættu bafa þær skoðanir, sem þeim
væru eiginlegar. Ríkisvaldið leyfði mönnum að bugsa
og mannréttindin væru jöfn, livað sem skoðunum liði.
Þar væru engar forréttindaskoðanir. Ekki heldur skoð-
anir, sem svijjtu menn kjörgengi eða rétti til skólavist-
ar. Samvizkan væri frjáls og menn mættu ganga upp-
íéttir og frjálsir með bert andlit, bvaða skoðanir sem
þeir liefðu. Allt mætti gagnrýna. Sá, sem væri í minni-
biuta með sérskoðanir sínar, jrrði að beygja sig fjrrir
binum, ])angað til bann liefði snúið nógu mörgum á
sitt mál. Menn hefðu málfrelsi og ritfrelsi til að flytja
skoðanir sinar. Þannig skyldu þeir sigra, með ])ví, að
beita áhrifum sínum á hugsun og samvizku fjöldans,
]>ví að þetta er sá grundvöllur, sem lýðræðisþjóðskipu-
lagið er reist á: frjáls hugsun og frjáls samvizka
fóiksins.
Og svo verðum við á síðustu tímum fyrir leiðinlegri
kynningu við menn, sem trúa ekki á dómgreind fólks-
ins og treysta ekki frjálsum málflutningi og jafnri að-
stöðu. Menn, sem vilja leggja fjötur á samvizku fólks-
ins og skipa því með ofbeldi að hugsa og álykta svo og
svo. Menn, sem biðja um lagavernd og forréttindi fyrir
sína trú og sínar skoðanir, — réttleysi hinna. Menn,
sem vilja skipa lýðnum skoðanir og dæma honum trú.