Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 5

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 5
SKINFAXI 85 SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR. ÓÖuin líður að þvi, að út sé runninn gildistími laganna um samband íslands og Danmerkur frá 1918. Er þvi mál til kom- ið, að þjóðin fari að hugsa það mál gaumgæfilega og átta sig á þvi með sjálfri sér, hvort framlengja skuli sambandið enn um stund, eða segja upp sáttmálanum við Dani og hefja nýja og óháðari skipun fullveldis vors. Nauðsyn glöggrar rökræðu og almennrar athugunar þessa máls er enn brýnni vegna þess, að mjög mikla þátttöku í almennri atkvæðagreiðslu þarf til þess, að lögleg breyting megi verða á sambandinu frá því, sem nú er. Ungmennafélögin, sem alltaf hafa fyrst og fremst verið þjóðleg frelsishreyfing, hljóta að láta sig mjög miklu skipta sambandsmálið. Það verður óhjákvæmilega umræðumál og athugunar hjá félögunum í vetur og framvegis til 1943. Skin- faxi vill hefja þessar umræður fyrir sitt leyti og hjálpa fé- lagsmönnum til glöggvunar á málinu. Þess vegna sneri rit- stjórinn sér til fimm þekktra áhugamanna um sambandsmálið, utan og innan Umf., og bað þá um stuttorð svör við eftirfar- andi spurningu: Hvaða afstö&u eiga Umf. að taka um sam- band eða fullan skilnað tslands og Danmerkur við endurskoð- un sambandslaganna frá líilS? Menn þeir, sem ritstjórinn leitaði til, eru: Benedikt Sveins- son fyrv. alþingismaður, hinn glæsilegi foringi i sjálfstæðis- baráttunni síðustu árin fyrir 1918. Síra Eirikur J. Eiríksson sambandsstjóri U. M. F. 1. Guðmundur Benediktsson lögfræð- ingur, bæjargjaldkeri i Reykjavík, góður starfsmaður Umf. Yelvakandi á tímabili og hefir skrifað margt og skörulega um sambandsmálið. Jónas Jónsson frá Ilriflu alþingismaður, sambandsstjóri U. M. F. í. þegar sáttmálinn var gerður við Dani. Þórhallur Bjarnarson prentari, höfundur ungmennafé- laganna og öndvegismaður fyrr og siðar. Skinfaxi þakkar þessum mönnum, að þeir hafa góðfúslega orðið við tilmælun- um. Fylgja greinar þeirra hér á cftir. I. Herra ritstjóri! Þér hafið beint til mín þeirri spnrningu, liverja af-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.