Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 13

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 13
SKINFAXI 93 þjóö dettur í liug að gera það. Þjóðirnar meta þjóð- arheiður sinn meira en svo. Það sést 1943, hvort íslendingar nútímans vilja búa við skertan heiður og skömm, eða livort þeir hafa þá mannlund, að þeir þvoi af sér smánina til fulls. II. 7. grein samningsins geymir ákvæði um með- ferð íslenzkra utanríkismála. — Danir fara með þau í umboði Islands. Danskir sendiherrar og erindrekar hafa enga þekk- ingu á íslenzkum málum. Hagsmunir íslendinga og Dana geta rekizt á og hljóta að gera það. Það er því auðsætt, að meðferð Dana á utanríkismálum vorum er allt annað en fullnægjandi. Þetta hafa ísle'nzk stjómarvöld sannfærzt um, því að þau hafa alltaf á síðari árum sent menn héðan að heiman til þess að senrja við aðrar þjóðir, þegar þess liefir þurft. Vér höfum því horið kostnaðinn af utanríkismál- unum og tekið á oss vandann. En vér höfum farið á mis við það hagræði, sem ])að veitir, að hafa kunn- ugan mann til samningagerða í landinu, sem semja þarf við. Auk þessa hlýtur fyrirkomulag utanríkismála vorra að styðja þær skoðanir erlendra þjóða, að vér séum ófullveðja þjóð, þar sem vér höfum danska sendiherra. Flest erlend blöð, er á oss minnast, telja oss danslca. Skyldi fyrirkomulag utanríkismála vorra ekki eiga ein- hverja sök á því? Engin þjóð, að Islendingum einum undanteknum, hefir falið öðru ríki meðferð utanríkismála sinna. Þær hafa ekki þorað að leggja hagsmuni sína i þá hættu. Og þær hafa ekki viljað skerða sóma sinn á þann hátt. Vér erum þar alger Undantekning, ekki til fyrir- myndar, Iieldur til viðvörúnar. 7. gr. sambandslaganna verður því að afnema. Eins og áður er sagt, felast aðalgallar samhandslag-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.