Skinfaxi - 01.11.1939, Qupperneq 15
SKINFAXI
95
ingu ritstjórans með því að lýsa, eftir því sem eg get,
viðhorfi ungmennafélaganna til hins dansk-islenzka
sambands á fyrstu árum ungmennafélaganna, þegar eg
var ritstjóri Skinfaxa.
Ungmennafélagsaldan reis hér á landi í fullri vitund
þess, að íslenzka þjóðin ætti ísland og ætlaði að gera
það að veglegu framtíðarheimili sínu. Hér var undir
eins árekstrarefni við dönsku yfirráðastefnuna, sem
vildi hafa Island sem undirlægju Danme'rkur.
Islenzku ungmennafélögin fengu geisimikla livatn-
ingu frá Noregi, einmitt þegar sú frændþjóð skildi við
Svía 1905 og fékk fullt frelsi. Urn sama leyti og ung-
mennafélögin hófu starf sitt, ritaði Guðmundur Hann-
esson hók sina Afture'lding, um að Island gæti staðið
á eigin fótum, og þess vegna skilið við Dani. íslenzku
Ungmennafélögin áttu með stúdentafélaginu allan
heiður fyrir upptök bláhvita fánans, eða Hvitbláins,
eins og Helgi Péturss nefndi hann. Og ungmennafélög-
in gerðu meira en nokkur annar félagsskapur lil að
vekja ást á islenzkum fána. Og þegar rauði liturinn
var settur í fánann, af dansklunduðum íslendingum,
eingöngu í því skyni, að heygja þann hluta þjóðarinn-
ar, sem hafði vakið öldu fánamálsins, þá voru ung-
mennafélagar um allt land fullir áhuga um það, að
bæta siðar úr þessari dönsku kúgun og lögleiða aftur
þá liti og þá fánagerð, sem fór vel í íslenzku landslagi
og var i samræmi við tilfinningalif þjóðarinnar
sjálfrar.
Þegar eg lít yfir fyrstu árganga Skinfaxa, sé eg, að
allur andi blaðsins er í þá átt, að losa um hin dönsku
yfirráð á íslandi. Þar eru gagnrvnd harðlega gömul
og ný afglöp Dana við að stjórna landinu. Þar er talað
um kúgun Dana í verzlun, siglingum og einkum í
menningu. 1 Skinfaxa frá þeim árum er ekkert orð
um það, að slíta konungssambandi við Danmörku, en
því meira um að slíta hin gömlu, dönsku yfirráðahönd