Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 19

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 19
SKINFAXl 99 tveim andstæðum hliðum, og borin er fram af alláber- andi mönnum — að þeirra eigin dómi að minnsta kosti, — að íslandi beri að liaga stjórnarfari sínu og löggjöf í vinsamlega átt — betur að skapi þessa eða hins ríkisins. Hvar væri sjálfstæði þjóðarinnar, ef inn á þessa braut væri gengið með þessu sérstaka sjónar- miði? Finnst yður þessi bugsunarháttur vera góður grundvöllur undir hinu fullkomna sjálfstæði þjóðar- innar? Nei, þarna vantar aftur trú og manndóm liins sanna sjálfstæðis: Að við sjálfir séum einfærir og megnugir að sníða okkur það stjórnarfar, er okkur hæfi bezt eftir aðstöðu og afkomu vorri á hverjum tíma. Loks má ekki gleyma þeim miklu umbrotatímum sem nú standa yfir í lieiminum. Allt virðist á hverfandi hveli, og hættur úr öllum áttum steðja að þjóðunum, einkum þeim ungu, litlu og vanmegnugu og framtíðin virðist lítið öryggi eiga. Hin staðbundna hefð virðist lielzt það eina, sem litilsháttar öryggi gefi og varni ut- anaðkomandi aðsókn og ágengni. Menn tala nú mikið um samvinnu, og margir liafa þá sannfæringu, að hún leiði til þroska og fullkomn- unar á viðskiptum manna og þjóða, og einkum eru Norðurlandaþjóðirnar kunnar að því, hve samvinna er þar á liáu stigi. Sú ályktun liggur því beint við, að annaðhvort er jiessi trú á samvinnuna innantóm orð eða við, íslendingar og Danir, hljótum að geta samið áfram um þau mál, er okkur þykir hentast að hafa sameiginleg enn um skeið. Yiðvíkjandi sameiginlegum þegnrétti þjóðanna er rétt að taka það fram, að þótt liann geti verið Islandi liættulegur vegna liins mikla mismunar á mannfjölda þióðanna, þá hefir það ekki komið að sök hingað til, en íslendingum hefir verið hann engu síður að gagni en Dönum og virðist því þarna j>yrfli að setja trygg- ingarskilyrði, eins og síðar mun á vikið.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.