Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 30

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 30
110 SKINFAXI Sigurjón Ólafsson hefir lineigzt að nýrri stefnum í myndlist, en í'er annars sínar eigin götur, frumlegur og sjálfstæður, og spyr hvergi um, livað Pétri eða Páli liki betur eða verr. Myndir hans sýna ekki raun- veruleikann, eins og liann kemur almenningi fyrir sjónir, með öllum sínum umbúðum og aukaatriðum, heldur það, sem fyrir listamanninum er aðalalriði þess, sem myndin táknar, eða það, sem honum finnst vera raunveruleikinn í raunveruleikanum. Myndirnar, sem hér með fylgja, eru allar af verkum, sem listamaður- inn liefir unnið síðustu tvö árin. Er þeim raðað hér i aldursröð. Margar mynda þessara hafa verið á list- sýningum og hlotið stórlofsamlega dóma. Einkum hefir myndin af móður listamannsins lilotið mikið lof, en hún var gerð sumarið 1938, er hann var siðast liér heima. Listasafn danska ríkisins (Statens Museum for Kunst) hefir lceypt bronsafsteypu af henni, og aðra af- steypu hefir Jón Krabbe sendiherrafulltrúi gefið ís- lenzka listasafninu. Fyrir þá mynd fékk listamaðurinn svonefnda Eckershergsmedalíu, og er það talin mikil sæmd. Skinfaxi telur sér það mikla sæmd, að Sigurjón Ól- afsson hefir leyft honum, fyrstum íslenzkra rita, að birta myndir af verkum sínum. Gera má að visu ráð fyi'ir, að alþýðumenn, sem óvanir eru að skoða og meta listaverk, eigi örðugt með að skilja sumar mynd- irnar og fella sig við þær, svo nýstárlegar sem þær eru i íslenzkri list. En gaman ldjóta menn samt að liafa af að sjá, hvernig sá maður vinnur, sem nú heldur livað mest uppi listahróðri fslands um nálæg lönd. Fvrir beiðni sambándsstjómar U. M. F. í. hefir Sigur- jón Ólafsson gert uppkast að nýju sambandsmerki fyrir Ungmennafélögin. Uppkastið er til atliugunar hjá sam- bandsstjórn.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.