Skinfaxi - 01.11.1939, Síða 31
SKINFAXl
111
Aðalsteinn Sigmundsson :
40 ára fórnarstarf.
Það er alkunnugt hér á laudi, að uokkra undan-
farna láratugi hefir færeyska ])jóðin liáð liarða og
sleitulausa þjóðernisbaráttu. Hún hefir barizt fyrir
viðurkenningu þess, seni raunar er efalaust mál fyrir
öllum þeim, sem lil þekkja, að hún sé sérstök þjóð
i ieð sérstökum þjóðerniseinkennum — sjötta norð-
urlandaþjóðin. Yfirráðaþjóð Færeyja, Danir, synja
enn um þessa sjálfsögðu viðurkenningu. Og Færey-
ingar liafa barizt og berjast enn fyrir fullum rétti
móðurmáls síns, til jafns við aðrar þjóðtungur. Rétti
þess til að lúlka hugsanir þeirra og bera boð á milli
þeirra í kirkju, skóla og réttarsal, eins og það gerir
það í gleði og sorg daglegs hfs þeirra, að störfum og í
fræðum og skáldskap. Þeim hefir verið bannað að
nota móðurmálið í kirkju og skóla, til skamms tíma,
en nú er sigur unninn á þeim vettvangi. í réttarsal
er mál þeirra enn réttlaust. En sigurinn nálgast, einn-
ig þar.
Það er jafnan svo, að þegar fjölmenn barátta er
háð fyrir stórum hugsjónum og miklum miálum, að
mest mæðir á fáum einstaklingum og þeirra er mestur
hluti sigranna. Það eru foringjarnir, sem stýra atlögu
fjöldans, hlása að eldmóði hans og hugsa ráð hans.
Svo er og í þjóðernisbarátlu Færeyinga. Þar ber hæst
fáa menn og stofnanir. Á stjórnmálasviðinu er það
Jcannes Patursson, sem staðið hefir i eldinum um
hálfrar aldar skeið og verið ærið gunnreifur og harð-
skeyttur — Iiið mesta glæsimenni að vallarsýú og
gáfnafari. — Jákup Dahl prófastur Færeyja hefir ver-
ið all-aðsópsmikill i því starfi, að gera kirkju eyjanna
færeyska, og unnið hæði skjóta og glæsilega sigra á