Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 33

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 33
SKINFAXl 113 víðai’ leita. Skal nú rakin í fáum dráttum saga „há- skúlamannanna“ og starfs þeirra. Símun av Skarði er fæddur að Skarði, lítilli byggð á austanverðri Konoy, 3. mai 1872. Er Skarð nú í evði, síðan allir karlmenn hyggðarinnar fórust í fiski- róðri, i foraðsveðri, fyrir alllöngu. Simun er af göml- um bændaættum, gáfuðum og virtum vel, og stóð til að verða hóndi. En liðlega tvítugur fékk hann illkynj- aða meinsemd í vinstra hné, og var fóturinn tekinn af honum. Varð þá að leila annarra framtiðarstarfa en hóndastöðu í brattlendinu við brimlendinguna að Skarði. Má segja að þetta hörmulega sjúkdómsóhapp Símunár liafi orðið happ færeyskri menningu, að þvi leyti sem það átti þátt í því, að hann hvarf að skóla- mennsku. En hann fór i Kennaraskólann i Þórshöfn og lauk þar kennaraprófi haustið 1896. Hefir liann vafa- laust valið sér þá leið með föstum ásetningi um að vinna að menningu Færeyja á þjóðlegum grundvelli, því að hann hafði þá þegar orðið fyrir mjög sterkum láhrifum af frelsis- og þjóðernisöldu, sem reis hátt i Færeyjum í sambandi við stofnun „Færeyingafélags- ins“ 1889 og störf þess. Um mánaðarblað, er félagið gaf út og hét „Föringatíðindi“ segir Símun (i merki- legri ritgerð um þjóðernisbaráttu' Færeyinga, í Skin- faxa 1930): ,,... Þetta litla blað var næsta þýðingai’- mikið; það boðaði vor í menningu vorri, og það vai’ð rnörgum leiðarstjarna, þeim er áður höfðu hvorki átt ínark né mið. Margir æskumenn — þar á meðal sá, er þetta ritar — slepptu ekki blaðinu, fyrr en þeir kunnu hvert oi’ð utanbókar. . . . “ Samtíða Simuni i Kennaraskólanum voi’u m. a. tveir menn, er æ siðan hafa verið nánir samstarfsmenn lians um margvísleg menningarmál, þeir J. Dalil prófastur og S. P. úr Konoy skólastjóri i Götu, mikilhæfur skóla- maður og skörungur. í skólanum var þá einnig Sus- 8

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.