Skinfaxi - 01.11.1939, Page 35
SKINFAXI
115
iræði. Eftir dvölina í Askov voru þeir Rasmiis og
Símun báðir eitt ár á „Statens Lærerkursus“ (síðar
lcennaraháskóli). Stundaði R. þar stærðfræði og eðils-
l'ræði, eu S. sögu og ensku. Héldu þeir siðan heim til
bæreyja, fullir eldlegs áliuga og staðráðnir í að stofna
þar lýðháskóla lil að velcja andann í þjóð sinni. Má
nokkuð ráða live heitur eldur þeirra hefir verið og
alvaran staðföst af því, að 40 ára stríð og basl hefir
þar ekkert unnið á.
Skólann byrjuðu þeir 2. nóvember 1809, í leiguhús-
næði í Klakksvík á Borðoy. En sumarið eftir reistu
þeir skólahús með heimavistum, þar sem heitir
Fagrahlíð, á fögrum stað en óbyggðum eigi alllangt
frá Klakksvík. Þar var skólinn til 1909. En aðdrættir
voru þar öðrugir og við fleiri erfiðleika að etja í ó-
byggðinni. Var því skólinn fluttur til Þórshafnar og
húsið endurreist í hliðinni sunnan við bæinn, með
fagurri úlsýn yfir Nolsoyarfjörð, höfnina og bæinn.
Jafnframt voru reistar lægri viðbyggingar við báða
cnda þess, og eru það íbúðir kennaranna, sem orðnir
voru fjölskyldumenn, þegar hér var komið sögu.
Fyrstu tvö árin var bústýra skólans Anna Soffia
r.ystir Símunar av Skarði, fædd 3. janúar 1876, gáfuð
kona og gegn. Hún giftist R. Rasmusson 1903, svo
að starfssvið hennar var áfram i skólanum, þó að
livorki hefði hún þar kennslu né bústjórn síðan. Þeim
hjónum varð sex barna auðið. Frú Anna Soffia lézt
1932, eftir langa vanheilsu.
í sept. 1901 kvæntist Simun av Skarði Súsönnu Ja-
cobsen, hinni ágæluslu konu. Tók hún jiá við bú-
stjórn lýðháskólans og hefir verið húsmóðir hans síð-
an. Frú Sanna av Skarði fæddist i Þórshöfn 19. apríl
1876, al' merkum ættum og eru þau systkini mörg.
Meðal bræðra hennar er M. A. Jacobsen bókavörður,
er mjög stórvirkur liefir verið í starfsemi sinni fyrir
bókmenntir og aðra þjóðlega menningu evjanna.
8*