Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 44

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 44
124 SKINFAXI engan á sér sjá, þó skorturinn sverfi fast að. Hann er höfðingi i lund, sem liefir áformað „við rausn að búa“ og lialda hlut sínum fyrir hverjum sem er. En þessi stakkur stærilætisins er aðeins sjáll’svörn Björns gegn almenningsálitinu og þungum örlögum. 1 einrúmi og á andvökunóttum heyir hann harða baráttu við sjálfan sig og horfist djarflega í augu við kaldan virkileikann, þegar vonleysið sælcir fastast á hann; en sigrandi geng- ur hann af þeim hólmi og reynist trúr sjálfum sér og akvörðun sinni til dánardægurs. Er því sálarstríði lians iýst glögglega í kvæðinu „Fardagar“: Þá bráuzt um sú hugsun sem hamstola dýr: af hólmi hvort skyldi eg vikja og gefa upp sakir við örlög mín öil og ást mína í tryggðum svíkja, en beygja mig niður með bæn um náð og brauðið með velþóknun snikja. Mér andspænis raðaðist norn við norn með nístandi flærðarglotti. Þeim ískruðu hlátrár ofan í kverk, sem ólgaði suða í potti. Þá dró eg í hnefann mitt ítrasta afl og endurgalt smánina spotti. Og nornirnar hurfu sem draugar í dys. Þá dreifðu sér geislar um veggi. Það var eins og skrifað með skínandi hönd: Þig skyldan til manndáða eggi. Ef gæfan þér synjar um fimm hundruð fjár, þá fram teldu horn þín og leggi. Ekki er innra manni Björns siður lýst með næmum skilningi og hinni dýpstu samúð í kvæðinu „Á grafar- hakka“, en þar gerir liann upp reikningana við sjálfan sig og samferðamennina: Hvcr var mín sök? — Eg seldi ei hjartans auð, en setti markið hátt, sem skyldan bauð. Eg vissi ei hvað í fang ég var að færast og fáu barg, en því, sem var mér kærast.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.