Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 46

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 46
126 SKINFAXI yrkisefni ög bragarhættir smekkvíslega samræmt. I’j-ýðileg og tilþrifamikil eru kvæðin „Þorranótt“, „Skírnarveizlan“, „Kaupstaðarferð um vetur“, „And- vaka“, „Nótt á fjöllum“ og „AfsaV'. í slíkum kvæðum skáldsins draga stílþrótturinn og málkyngin sérstaklega að sér athvgli lesandans. Annarsstaðar er það liin ljóðræna fegurð, sem heillar hugann, eins og i hyrjunarerindum kvæðisins „Slysið á sumardaginn fyrsta“, um sviplega drukknun elzta son- ar Björns, sem er eitlhvert fegursta og áhrifamesta kvæðið i allri hókinni: Hinn fyrsti sumardagur var genginn loks í garð með geislasveig um höfuð og vor í bláum augum. ()g bærinn upp við fjallið hinn unga morgun varð svo yndislega fagur sem glóði hönd í baugum. Út göngin hlupu börnin sem iambahjörð að lind. Þavt léku sér um varpann á grænum spariskónum. En sunnan flugu lóur hinn létta morgunvind. Þær leituðu uppi granda, sem auðir voru í snjónum. Náttúrulýsingar og árstíða lála Jóni óvenjulega vel. Kvæðið „Heilög jól“ hefst á þessu snjalla erindi: Eins og ljómalogn á hafi • liggur mjöll í heiðaveldi. Tunglið eins og sól á sumri sveipar jökla hvítum eldi. Fólkið verður allt að æsku augnablik á jólakveldi. Með sama handbragði er lýsingin á Reyðarfelli: Reyðarfeil í bláins djúpi blikar. Byggðin hverfur þar að heiðalöndum. Yfir gnúpum kveldsins logi kvikar. Kastar Ijósi að fjarstu skýjaröndum Hemra mjallahvít i fossum fellur, felld í sínar þröngu gljúfraskorður. Hvítblár jöklum sjór um bóga svellur. Svnda þeir sem hvalir geiminn norður.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.