Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 49

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 49
SKINFAXI 129 Við gengum oft á gleði vígðan fund, og grænir skógar spruttu á þeirri stund, og gullið skein á votum vorsins hvarmi og vonir okkar hlógu dátt í barmi. Að vera ungur, — hvílíkt dýrðarhnoss, er hugsjón vor ei þekkti gröf né kross, en spann sér skæra geisla úr grimmum vetri og gerði heiminn fegurri og betri. En er ljómi lífsins ennþá nýr, þótt liðnir séu áratugir þrír? og mun ei sál vor flugið ennþá finna í fjaðurmagni æskudrauma sinna? Ég sendi kveðju vinum ljóðs og lags í Ijósi okkar mesta sólskinsdags og vona, að annar nýr og miklu mestur á morgun verði okkar kæri gestur. Jón Jónsson frá Ljárskógum: Afmælissöngur »Olafs pá«. Vér komum hér syngjandi saman í dag með sólskin og fögnuð í geði; nú syngur hver strengur sitt ljúfasta lag, nú leiftrar hver hugur |af gleði og vonanna himinn er heiður og blár, er horft er til baka — um þrjátíu ár. Við minningaeldinn skal unað í kvöld, — við endurskin gleði og tára; því birtan og skuggarnir börðust urn völd í baráttu þrjátíu ára. En o f t a s t var auðugt af sólskini og söng þótt svarraði hríðin um vetrarkvöld löng. Og reynsla vor er, eftir áranna spor, að ungmennafélagans saga sé fyrst og fremst leikur við ljósglitað vor um langa og sólheiða daga !)

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.