Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 50

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 50
130 SKINFAXI — svo drengileg, holl eru vormannsins verk, svo voldug er hugsjónin, göfug og sterk! Með virðing og þökkum vér minnumst hvers manns, sem merkis vors gaetti með sóma. Úr heiðríkum vordraumum ‘hnýtum vér krans og hundruðum minningablóma, — með sólskin í huga og brosi á brá vér bindum þann heiðurskranz O 1 a f i p á ! Jóhann Bjarnason: Dagur. Apríldagur. Úti rosi, inni hlýtt á vinamóti. Kappræðurnar hreyfa í hæðir hugsananna ölduróti. Rökfast sótt og rökfast varizt rætt og hlcgið eins og gengur. — Inn í sal til fundar fetar feiminn, lítill sveitadrengur. Ég kom inn sem allra minnstur, æfin haldin hversdagsmóðu. — Líkt og hjúpi væri varpað, veraldir mér opnar stóðu! Ég fór út sem allra jafni, eygði skýrar tímamerkin. Æskan samstillt sigur tryggir. — Svona skapast kraftaverkin! Dynur síðast lokalagið líkt og foss af bergi þungur. Svellur brjóst af sigurvissu, svona er það að vera ungur! Skein úr hverju brúnabliki bjarmi af vori, mildur, fagur. Það varð kvöld — og það varð morgunn, Þetta varð minn stærsti dagur!

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.