Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 52

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 52
132 SKINFAXI Hér er þjáning á þjáning ofan, fólkið þjakað — en sumt er nár. Er nokkur von til að vorið fái vermt gegnum öll þau sár? Slíkt er saga fslánds um aldir, klædd í örmyrkan sannleikshjúp, hún er biksvört sem skammdegisskuggi — það er Skuldar helmyrkvað djúp. Þá var dimmt yfir Islands æsku, þar sem arfurinn hennar var, aðeins helgrá vonleysis vofa. Hvort værum vér meiri þar? Hún átti þó alltaf neistann, — hina eilífu vöggugjöf, sem fylgir æskunnar fetum fram yfir tímans höf. Og svo þegar batnaði og birti loks blossi úr neistanum hljóp. Og blossinn varð síðast að báli, sem bróðurmagn Vormannsins skóp. Vér þökkum af heilum huga þeim hetjum frá sögunnar meið, sem þrátt fyrir allt gátu arfleitt æskuna’ lað vorbjartri leið. II. Það er íslenzkur, voldugur vetur, allt er vafið í snævarins bönd. Blika norðurljós auðninni yfir, glugginn ofinn í frostrósavönd. Eru heljarslög kuldans á kreiki? Eru kalviðir fallnir að jörð? Mun nú ekkert, sem einkennir vorið gegnum ísalög dauðahörð?

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.