Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 53

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 53
SKINFAXI 133 Viltu hlusta? — Þá heyrir þú eitthvað, — eitthvað heillandi, vorhlýtt og bjart, glitað sólstöfum vorheiðra vona — allt er vafið í gróður og skart. Það er óður frá æskunnar heimi, það er íslenzkra vormanna sól, það er íslenzkra vormanna veldi, merlað vorgrósku’ er aldrei kól. III. Fyrir þrjátíu árum var æskan rík af eldi — þótt virtist kalt. Hún v(ar sólgin í sigrandi átök, það að s i g r a var henni allt. Hún var ósmeyk við erfiðar þrautir og átök um stefnumál sín. Þeir finna’ alltaf bjartar brautir, sem brosa er sólin skín. Hún var ósmeyk við ellinnar vetur, það var öryggi og festa á brá. Hún var viss um að sigra um síðir og sólskinsmarkinu ná. En barátta æsku við elli er oftast svo vonasnauð. En hér reyndist eitthvað annað en ófágað grjót fyrir brauð. Því ungmennafélög íslands unnu þá miklu þraut, að s a n n a að æskan á óðul um alla þjóðlífsins braut. Að sanna: að síungur andi er s i g u r hvers einasta manns, og framtíðarvonin að verja ’ann frá vöggu til grafarranns.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.