Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 55

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 55
SKINFAXI 135 Páll Bjarnason stundaði nám í Itennaradeild Flensborgar- skólans í Hafnarfirði veturinn 1906—’07 og lauk kennaraprófi um vorið. Haustið 1906 var Umf. Reykjavíkur stofnað, fyrsta Umf. sunnanlands. Sótti Páll fundi þess um veturinn og varð gagntekinn af hugsjónum ungmennafélaganna, svo sem mjög kom fram í störfum hans síðan. Veturinn 1907—’8 var hann kennari í Grímsnesi og gekkst fyrir stofnun ung- mennafélags' þar þegar snemma vetrar. Iír Umf. Hvöt í Grímsnesi meðal elztu Umf. landsins. Næsta ár kenndi Páll i Sandvík- urhreppi og stofnaði þar Umf., og þátt mun hann hafa átt í stofnun Umf. Stokkseyrar. En það félag naut lengst starfskrafta hans', því að hann var á Stokkseyri 1909—’17, for- stöðumaður barnaskólans þar. Á þeim árum fór hann fyrirlestraferðir milli umf. á Suðurlandi, að tilhlutun fjórðungssambandsins.og U. M.F.Í. — 1913-’15 var hann ritstjóri „Suðurlands", viku- Pál1 Bíarnason. blaðs á Eyrarbakka og fór blaðamennskan vel úr hendi. Á þeim árum þýddi hann söguna „Á refilstigum“ (The Jungle) eftir vesturheimska þjóðmálarithöfundinn Upton Sinclair; kom hún út á Eyrarbakka. 1917 flutti Páll til Vestmannaeyja, og var fyrst ritstjóri blaðs, er þar kom út og „Skoggi“ hét. 1919 varð hann kennari við barnaskólann, en tók við stjórn hans ári síðar. Hann var ágætur skólamaður og stjórnari, skemmtilegur og vinsæll kennari og lét sér einkar annt um alla velferð nemenda sinna og æskulýðs yfirleitt. í Vcstmannaeyjum lét P. B. margvísleg framfaramál og fé- lagsstarfsemi til sín taka. Hann gekkst fyrir stofnun búnað- arfélags í Eyjum, átti sæti i stjórn þess tíu ár og var kjörinii heiðursfélagi þess. Var hér um þýðingarmikla starfsemi að ræða, svo sem bezt má sjá á hinni stórfelldu og friýndarlegu

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.