Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1939, Síða 59

Skinfaxi - 01.11.1939, Síða 59
SKiNFAXI 139 íinningu, gerðu hann að miklum lækni, öruggum og heppnum. Það var helzta skemmtun hans, að nema og fræðast, og til l'ess varði hann lómstundum sínum. Ilafði hann þann sið, að sökkva sér niður í eina fræðigrein í senn, og tók þannig hverja af annari, einkum tungumál. Jólc hann með sjálfsnámi við kunnáttu sína í þeim málum, sem hann hafði lært í skóla, og bætti við hollensku, spænsku og esperantó. Ýmsar aðrar fræðigreinar tók hann sömu tökum. Hann var mjög vel að sér um skák og iðkaði hana talsvert. Gísli Pétursson hafði sig lítt frammi í opinberum málum og var fremur hlédrægur að skapgerð. í skoðunum var hann þéttur fyrir og einbeittur, rökfastur og manna frjálslyndast- ur og lausastur við kreddur, enda róttækur í mörgum efnum. Mest lét hann skólamál til sin laka, af þeim málum, er ekki snertu beint starfssvið hans. Skólanefndarmaður var hann á óllum þeim stöðum, sem hann þjónaði sem læknir. Þau tíu ár, sem eg var skólastjóri á Eyrarbakka, sat hann þar i skóla- nefnd. Hefi eg engum manni kynnzt, þeim, er ekki var skóla- maður að starfi og menntun, er jafnvel hefir vitað og skilið þarfir og gildi skóla sem hann. — Bindindismál lét hann og allmikið til sín taka. Þá var hann mjög heitur áhugamaður um sjálfstæði þjóðarinnar, meðan um það var deilt. Þegar Ungmcnnafélag Eyrarbakka var stofnað 1920, var Gisli Pétursson einn stofnandi þess, þá 53 ára gamall, og var síðan ungmennafélagi til dauðadags. Nokkur fyrstu árin var hann varaformaður og lögreglustjóri félagsins. Og alltaf var heimili hans félaginu hin mesta stoð. Öll börn hans, sem upp komust, eru eða hafa verið ungmennafélagar. Eru þau: Pétur cand. phil., Jakob verkfræðingur, Guðmundur læknir, Ketill lögfræðingur, ólafur verkfræðingur, Sigurður skrif- stofumaður og Guðrún námsmær. Valgerði, næstyngsta barn sitt, bráðefnilega stúlku, og uppkomna fósturdóttur mjög gjörvilega, Vigdísi Ólafsdóttur, misstu þau hjón með fárra daga millibili i ársbyrjun 1926, er taugaveiki geisaði á heim- ili þeirra. Við það tækifæri, og i sambandi við annað and- streymi, sem hér verður eigi getið, kynntist eg því, hve dá- samlegt vald Gísli Pétursson hafði yfir tilfinningum sínum og skapi. Gísli læknir Pétursson var samvizkusamasti og skyldu- ræknasti maður, sem eg hefi kynnzt, strangasti við sjálfan sig og vandasti að virðingu sinni. Kom það fram bæði i embættisfærslu hans og einkalífi. Iiann lifði heilbrigðu lifi og reglusömu og varð aldrei misdægurt, fvrr en hann tók
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.