Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 68

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 68
148 SKINFAXI þvi að þá væru líklegust bezt kjör. Annars skal bent á, að tilsagað efni í skíði kostar kr. 12.00, og geta handlagnir inenn, með litlum áhöldum, auðveldlega smíðað skíðin. Gketu iélögin haft námskeið í þvi. Þetta, sem eg hefi nú nefnt, lýtur allt að vetrarstarfsemi ungmennafélaganna. Er nú ljóst, að margar i'leiri leiðir blasa við til giftusamlegrar starfsemi, cn fleira skal hér ekki tekið. Þá koma vor- og sumarstörf. Námslceiðs-störf meðal ung- mennafélaga geta farið fram að vorinu, s. s. handavinnu- námskeið, og íþróttanámskeið, en einkanlega þó sundnám- skeið. Hafa nokkur ungmennafélög annazt um framkvæmdir á sundnámskeiðuin fyrir börn, að vorinu til, með ágætum ár- angri, og er vonandi, að stjórnir ungmennafélaganna beiti sér öfluglega fyrir að efla þá starfsemi, •— og helzt að gera suiidið að skyldunámi í skólunum. 1 þessu sambandi má minna á samvinnu við slysavarnardeildirnar. En einn aðalþáttur i störfum ungmennafélaganna ætti að vera í sambandi við ræktun; ■— vorið kallar ungmennafélag- aua út úr fundarliúsunum, til starfa, við að rækta móður jörð. U. M. F. f. hefir gjört lofsverða tilraun til að glæða á- huga unginennafélaganna á ræktun nytjajurta, ekki aðeins fyrir ungmennafélagið sem heild, heldur leitazt við að ná til hvers og eins á sínu heimili. Eigi að ræða um skipulagaða ræktun meðal uml'., verða þeir að eiga sinn sérstaka reit, cnnað hvort við hús félagsins, eða þá á öðrum góðum stað. Það fyrsta, sem félögin verða að kappkosta í sambandi við slika reiti, er að þeir séu vel girtir, annaðhvort með góðum görðum eða girðingu. •—- Þegar ákveða á, hvað rækta skuli, er einkum uni tvennt að velja. Annaðhvort nytjajurtir, sem telagið, sem heild selur og aflar félagssjóði þannig tekna, og að öðru Ieytinu að félagarnir eigi þarna einskonar skrúð- garð, þar sem ræktuð séu blóm, jurtir, trjáplöntur o. fl. í báðuin tilfellum vinna félagar eingöngu að gróðursctningu og hirðingu garðanna. Fátt mun njóta eins mikils samhugar meðal ungmennafélaga og fegrun og hirðing blómareits fé- lags þeirra. Garðurinn er skipulagður af félögunum sjálfum og að öllu þeirra verk. Eg kom i slíkan garð i sumar, sem eitt ungmennafélagið í Rangárvallasýslu á. Nokkrir fél. komu þangað með mér og sögðu, að þegar þeir kæmu þangað og gengju um garðinn og atliuguðu viðarhríslurnar og blómin sín, fyndist þeim þeir hitta góða vini, sem tækju á móti þeim með brosi og hlýju. Þessi garður er ekki stór, en mjög snyrti- lega um hann gengið, og var auðséð, að félkið unni honum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.