Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 73

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 73
SICINFAXI 153 Kl. 2 var eg látinn flytja erindi mitt og aS þvi loknu urðu' dálitlar umræður í tilefni af því. Svo var dansað áfram. Á sjötla tíma var svo farið aS ræða félagsmálin. Þrisvar eða fjórum sinnum vár svo almennur söngur inni á milli þessara liða. Eg man ekki gjörla hvenær. En sönginennt er meiri með Þingeyingum en almennt er i sveitum okkar. Sú starfstilhögun, sem þessi dagskrá lýsir, var mér dálítið nýstárleg og óvenjuleg. Og yfirleitt virtist mér dansinn meira. metinn en heppilegt væri fyrir félagsstarfið og félagslífið. En þess skal getið um leið, að mér sýndist Þingeyingar dansa. skemmtilegar en eg átti að venjast, vera fljótari að koma sér að þvi og þátttakan almennari. Þar voru óðara allir á hreyf- ingu. En mín skoðun er sú, að dansinn sé ekki til þess fallinn, að glæða liugsjónalíf. Það er sumra álit að Þingeyingar hafi lagt of einldiða kapp á iþróttir i ungmennafélögum sinum. Hefir það orðið til nokk- urs ágreinings og sundrungar í félagslifi þeirra. Um það ber öllum saman, þó að skiptar séu skoðanir um það, hvað valdi eða hverra sé sökin. En þær staðrevndir benda á þá hættu, sem í jiví er fyrir slík félög, að lifa fyrst og fremst fyrir met og verðlaun á iþróttamótum. Svo er það þá að siðustu eitt atriði, sem verður stórvægi- legt í augum Vcstfirðingsins. Það er ekkert ungmennafélag i Laugaskóla. Ungmennafélög héraðsins eiga jjar því ekki hjarta, sem stöðugt gefur blóði þeirra nýjan kraft, eins og, við eigum á Núpi. Hvaða ástæður til þessa liggja veit eg ekki, en hitt er mér ljóst, að það á að breytast vegna skólans og vegna ungmennafélaganna. Iléraðsskólar okkar eiga að vera öndvegi hins gróandi félagslifs æskunnar í héruðunum, ung- mennafélaganna. Ætti eg að gcfa þingeyskum ungmennafélögum ráð, myndi það verða þessi: Að leggja meiri rækt við bindindismálin. Að leggja meiri stund á málfundastarfsemi. Að láta dansinn þoka fvrir öðrum leikjum og störfum. Að eignast félag i Laugaskóla. Og svo auðvitað að ganga í U. M. F. 1., til að tengjast félags- höndum við samherja sína, hvar sem eru á landinu, svo að- gagnkvæm áhrif geti borizt milli beztu manna og beztu fé- laga innan samtakanna. Svo þakka eg norðlenzkum ungmennnfélögum fyrir kynn- inguna. Til hamingju með gott starf.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.