Skinfaxi - 01.11.1939, Síða 74
154
SKINFAXi
Daníel Ágústínusson:
Frá félagsstarfinu.
Mef5 síðasta hefti Skinfaxa var sú venja tekin upp, að seg.ja
Jiieira en áður frá starfsemi einstakra fclaga. Birtist þá annáll
ársins 1937. Verður hér haldið áfram og birt yfirlit um árið
1938. Hefi eg orðið þess var, að yfirlit þetta er vel þegið, enda
geta félögin af því kynnzt nokkuð hvert annars starfsemi, og
má alltaf eitthvað af því læra. — Frásögnin er að mestu reist
á skýrslum félaganna, En ítarlegri gæti hún verið, ef félögin
skrifuðu sambandsstjórninni nánar, um ýmsar framkvæmdir,
er |)au hafa með höndum og létu myndir fylgja, ef til eru.
Umf. Drengur í Kjós: Hélt matreiðslu- og sundnámskeið að
Alafossi í mánaðartíma. Nemendur 25 stúlkur. — Kennarar:
Halldóra Jóhannesdóttir og ólafur Pétursson. Keþpti við Umf.
Afturelding í Mosfellssveit á sameiginlegu íþróttamóti að
Tjaldanesi i Mosfellsveit 21. ágúst, með 15 ])átttaköndum. Fór
skemmtiferð að Hvítárvatni.
Umf. Haukur í Leirársveit: Hafði hálfsmánaðar sundnám-
skeið og 8 daga glímunámskeið. Sendi G keppendur á iþrótta-
mót U. M. S. Borgarfjarðar. Vann 80 dagsverk við stækkun
samkomuhúss síns og nokkur að vegabótum að því. Félagar
eru 68.
Umf. /slendingur í Andakílshreppi: Vann 145 dagsverk við
sundlaugarbyggingar. Hélt 10 daga sundnámskeið með 25
þátttaköndum, og fimleikanámskeið i 30 daga. Kennari var
Hallgrímur Stefánsson frá Fitjum. 5 félagar kepptu á íþrótta-
móti U.M.S.B. Á bókasafn með 300 bindum. Umræðuefni m. a.
trúmál, þjóðféíagsmál og atvinnumál. F’élagið hefir nýlega
hafizt myndarlega til starfs eftir nokkurn svefn.
Umf. Iieykdæla, Regkholtsdal: Ilélt þessi námskeið. 1. Sund-
námskeið í Reykholti 8 daga, með 28 nemöndum. Kennari
Þorgils Guðmundsson. — 2. 14 daga námskeið í dansi. Kenn-
ari Rigmor Hansson. — 3. Glímultennsla um langan tima.
Kennari Kjartan Bergmann Guðjónsson. Margir félagar kepptu
á íþróttamóti U. M. S. B. Hefir félagið undanfarið unnið far-
andverðlaun sambandsins fyrir hæsta stigatölu þar. Bókasafn
félagsins er 717 bindi og hefir 102 notendur. Félagið átti 30
ára afmæli á árinu. Félagsmenn eru 72 og eignir um 6700,00
lcrónur.
Félag þetta hlaut verðlaun frá sambandsstjórn U. M. F. í.,