Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 81

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 81
SKINFAXI 161 sambandslaga, sniðið eftir lögum Umf. íslands. Var gjörður póður rómur að erindinu, og um það og frumvarpið urðu þá þegar nokkrar umræður. Var þá ákveðið að visa málinu heim t'l félaganna til frekari athugunar og undirbúnings. Heima i félögunum fékk frumvarpið misjafnar undirtektir, og hoð- uðu þá þeir Brynleifur Tobíasson og Jón Sigurðsson til full- trúafundar að Reynistað 20. febrúar 1910, til að ráða málinu til lykta. Á þeim fundi mættu aðeins fulltrúar frá Umf. Fram- för í Lýtingsstaðahreppi, Umf. Fram í Seyluhreppi og Umf. Æskunni i Staðarhreppi. Eflir að fulltrúarnir höfðu rætt um sambandsmálið, urðu þeir sammála um að fresta saniþykkt lagafrumvapsins, en ákváðu að boða til nýs fulltrúafundar, ef fleiri félög kynnu að senda þátttakendur í fundarhaldinu. Þessi fundur skipaði þriggja manna bráðabirgðastjórn til að undirbúa næsta fund og boða til hans. Voru til þess kjörnir: Jón Sigurðsson, Reynistað, Árni J. Hafstað, Vík og Brynlcifur Tobíasson, Geldingaholti. II. Stofnfundur Sambandsins. Þegar dag fór að lengja, og vorhugur fór að gjöra vart við sig, þá vaknaði skagfirzkur æskulýður til samstarfsins á ný, og boðaði bráðabirgðstjórnin til endanlegs stofnfundar að Vílc í Staðarhreppi 17. apríl 1910, og má telja hann afmælis- dag sambands ungmennfélaganna í Skagafirði. Á fundinum voru mættir 3 fulltrúar frá U.M.F. Framför, 3 frá U.M.F. Æskunni, 1 frá U.M.F. Fram og 1 frá U.M.F. Iiegra. Var þá lagafrumvarpið tekið fyrst til umræðu. Urðu mikl- ar og skiptar skoðanir um 1. grein frumvarpsins, hvort bind- indi skyldi gjört að inntökuskilyrði í sambandið, og þegar til atkvæðagreiðslu kom, var það samþykkt með 5:3 atkvæð- um að hafa bindindisákvæðið. Með frumvarpinu greiddu at- kvæði: Sigmar Jóhannsson, Steinsstöðum, Jóhannes Hannes- son, Daufá og Haraldur Guðmundsson, allir úr Lýtingsstaða- lireppi; ennfremur Brynleifur Tobíasson, Geldingaholti, Seylu- hreppi, og Ólafur Sigurðsson, Hellulandi, Rípurhreppi. En á móti fulltrúar Æskunnar, Árni J. Hafstað, Vík, Jón Sig- urðsson, Reynistað, og Þórarinn Sigurjónsson, Bessastöðum, allir úr Staðarlireppi. Lýstu fulltrúar Æskunnar þvi þá yfir, að þeir myndu hætta fundarstörfum og ganga af fundinum, fyrst svoan hefði farið, þvi að um bindindisákvæðið myndi ekki fást samkomulag innan þeirra félags. Féll þá meirihlut- inn frá bindindisákvæðinu, til samkomulags, og hefir svo aldr- 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.