Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 82

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 82
162 SKINI'AXI ei náðst samvinna milli félaganna, að fella það inn i sam- bandslögin að þessu, og þess vegna hefir það orðið að standa utan við landssamband ungmennafélaganna, U.M.F.Í. Eftir að meirihlutinn féll frá samþykkt sinni, var laga- frumvarpið samþykkt að mestu óbreytt, og eru þau lög að mestu leyti enn i dag eins og stofnfundurinn gekk frá þeim. Fundurinn kaus og sambandsstjórn, og ákvað að halda árleg sumarmót, er því yrði við komið. III. Fyrstu starfsárin. Á fyrstu starfsárunum frá 1910—1921, starfaði samband ungmennafélaganna aðallega að því, að reyna að efla íþrótta- áliuga í félögunum, og hélt þá venjulega sumarmót, þar sem félagsmönnum gafst kostur á að keppa hvert við annað. Hafði þá sambandið verðlaunapeninga, er einstaklingar fengu i við- urkenningarskyni fyrir íþróttaafrek, og urðu þá venjulega að vinna þá þrisvar til fullrar eignar. Þá lét og sambandið bahla nokkra fyrirlestra i félögunum að vetrinum, og eins á sumarmótunum. Sömuleiðis voru flutt erindi um ýms al- menn mál, er til gagns máttu verða fyrir héraðið, á aðal- fundum sambandsins, og tóku þá fulltrúar þau venjulega til umræðu, og voru þær oft fjörugar. — Fjárhagsástæður sam- ljandsins voru fyrst framan af slæmar, þvi það liafði ekki annað fé fyrir hendi en sambands-skattinn, sem var litill, því að enginn aðgangur var seldur að sumarmótunum, fyrr en árið 1910. Ilafði það þvi ekki ástæður til að styrkja íþrótta- slarfsemi sina sem skyldi og æskilegt hefði verið, né leggja niikið fé i sameiginlega slarfsemi sína, þó má geta þess, að það gaf kr. 100.00 lil ferðamannahcsthússins, er reist var á Sauðárkróki 1922. Á þessum árum kom það ofl fram á fund- um, að 'nauðsynlegt væri sambandinu, að eiga fastákveðinn samkömustað fyrir sumarmótin, og var þá helzt i ráði, að fá hann að Garði í Hegranesi, á hinum forna þingstað Hegra- nesþings. En sökum fjárhagsörðugleika, og af ýmsum öðrum mistökum, gat aldrei orðið af framkvæmdum þes's. A. Á þessum árum sálu í stjórn sambandsins: Jón Sig- urðsson, Reynistað, 1910—’15; Brynleifur Tobíasson, Geldinga- liolti, 1910—11; Árni J. Hafstað, Vík, 1910; Pétur Hannesson frá Skíðastöðum, 1911; Jón Jónsson, Holtskoti, 1912—T6; Sig- iTiar Þ. Jóhannsson, Reykjum, 1912—’21; Magnús Sigmunds- son, Viúdheimum, 1914; Pétur Jónsson, Eyhildarholti, 1916— ’18; Háraldur Jónassón, Völlum, 1917—’21; Jón Sigtrygsson,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.