Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI um ástæðam, sem lítt eiga skylt við manngildi eða þegnskap. Margir munu segja, að sjálfstæði landsins geti ekki verið stefnt í voða með komu þessa liðs, þegar svo er í pottinn búið. Ekki mun þetta herlið hafa neina íhlutun um íslenzk málefni, munu menn segja, og ís- lenzkir aðilar munu fjalla um öll samskipta-vanda- mál ásamt hinum erlendu. Um þetta skal ekki deilt, enda verður hér ekki rætt um pólitískt eða efnahags- legt sjálfstæði. í þessu greinarkorni er enungis átt við andlegt og menningarlegt sjálfstæði. Það er menn- ingarleg sjálfstæðisbarátta, sem hér um ræðir. En áður en lengra er haldið, væri ef til vill rétt að stinga við fótum og staldri ögn við. Enn þá vakna spurningar: Hvers virði er oklcur tunga og þjóð- menning? Viljum við enn freista að viðhalda mál- inu? Kjósum við enn að kenna nýjum kynslóðum að meta bókmenntalegan arf og fornhelga sögu? Vill þjóðin í rauninni leggja á sig það aukna erfiði, sem þvi fylgir að glata ekki þjóðlegum verðmætum og sér- kennum mitt í hringiðu nýrra þjóða, nýrra siðvenja og nýrra tungumála? Kýs þjóðin að viðhalda menn- ingarlegu sjátfstæði sínu? Gera má ráð fyrir, að flestir svari þessum spurn- ingum játandi. Enda má þjóðin vel vera þess minnug, að fengið frelsi, hið pólitíska og efnalega sjálfstæði, vannst einmitt fyrir atbeina sögunnar, tungunnar og andlegra verðmæta þjóðarinnar. En í þessum efnum duga ekki jáyrðin ein. Menn verða að gera sér grein fyrir vamlanum. Og enginn má láta sem ekkert sé. Vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir og herseta vina- liðs er tungunni engu minni hætta en viðskipti við óvinaþjóð. Sönnu nær mun vera, að hættan sé enn meiri, því varúðin er þá sjaldnast með í leiknum. Hættan er miklu meiri fyrir hinn veikari, er hann umgengst að staðaldri hinn sterkari. Sé um stóra bróð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.