Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 41
SKINFAXI 89 FRÉTTIH Vígsla Hlégarðs. FélagsheimiliS Hlégarður í Mosfellssveit var vigt 17. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Hafði stjórn félagsheimilisins. sem skipuð er af eigendum hússins, Mosfellshreppi, Umf. Aft- ureldingu og Kvenfélagi Lágafellssóknar, boðið öllum hrepps- búum eldri en 16 ára og fjölmörgum öðrum, einkum úr Reykja- vik, sem einhver afskipti höfðu af byggingunni, til þessu vigsiufagnaðar. Magnús Sveinsson oddviti, Leirvogstungu, setti samkomuna kl. 8.30. Hann flutti einnig sögu byggingarinnar og lýsti henni rækilega. Aðrir ræðumenn voru Hálfdán Helgason pró- fastur, sem vígði húsið, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, sem ræddi um kirkjubyggingar i Mosfellssveit á ýmsum tim- um. Bjarni Ásgeirsson alþm. talaði fyrir minni íslands, og Guðmundur I. Guðmundsson sýslumaður minntist Björns í Grafarholti, sem þá var nýlátinn. Þar að auki voru frjáls ræðuhöld og tóku margir til máls. Einnig voru flutt kvæði. Karlakórinn Stefnir skemmti með söng. Handknattleiksflokkur úr Umf. Aftureldingu vígði fánann og flutti ávarp fjallkon- unnar. Að lokum var dansað fram undir morgun. Um 400—500 manns sóttu fagnað þennan og var veitt af mikilli rausn. Húsið er langglæsilegasta samkomuhús, sem enn hefur verið byggt í sveit á íslandi. Það er rúmgott, þægi- iega innréttað, og frágangur allur sérlega vandaður. Þessi dag- ur var eftirminnilegur hátíðis- og fagnaðardagur Mosfell- inga. Hlégarður verður vafalaust gróðrarreitur göfugra hug- sjóna, góðs og þroskamikils félagslífs. Tímarit um Island á sænsku. Félagið Sverige—Island hefur liafið útgáfu timarits á sænsku. Félag þetta hefur aðsetur í Stokkhólmi, og er Sven Tunberg formaður þess. Hann skrifar fonnálsorð að heftinu. Elias Wessen prófessor skrifar sögu félagsins. Forseti íslands. Sveinn Björnsson, á þar ávarpsorð. Aðrar greinar eru þessar: Tilkoma nafnsins Island eftir Helga P. Briem sendiherra. Svipmyndir úr islenzkri menningu eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Sænsk-islenzk viðskipti eftir Malte Pripp skrif- stofustjóra i sænska utanrikisráðuneytinu og alllangur frétta- kafli. Margar afbragðsmyndir frá íslandi prýða heftið, sem er hið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.