Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 1
Skinfaxi II. 1951 Ný §jálfstæði§barátta framundan? Hefur þú, lesandi góður, gert þér í hugarlund, hve edvarleg og knýjandi sjálfstæðisbarátta bíður íslenzku þjóðarinnar í nánustu framtíð? Hefur þú gert þér Ijósa grein fgrir því, hve víðtæk og almenn þessi sjálf- stæðisbarátta þarf að verða, ef þjóðin á ekki að bíða varanlegt tjón á sálu sinni? Hefur þú íhugað, hvern skerf þú sjálfur getur lagt til þessarar baráttu? Hefur þú athugað, hvað er i húfi, ef þú situr aðgerðalaus hjá? Hefur þú áttað þig á því til fullnustu, hve geig- vænleg hætta steðjar að íslenzkri tungu og þjóðmenn- ingu? Ef til vill finnst þér helzt til djúpt tekið í áirinni og allhvatvíslega spurt. En athugum allar aðstæður kalt og hleypidómalaust. Erlent herlið hefur á ný setzt að í landinu. Af stjórnvöldum landsins og miklum meiri- hluta þjóðarinnar er þetta talið nauðsynlegt varnarlið, sem einungis sé hingað komið vegna uggvænlegra við- horfa í alþjóðamálum. Þetta er því vinalið með milli- ríkjasamning að bakhjarli. Þjóðin getur ekki kaldlynt við þetta lið né fjandskapazt, því ríkisstjórnin hefur samið um komu þcss og ber því ábyrgð á veru þess í landinu. Og þótt margir telji illa nauðsyn, að til slíks skyldi þurfa að koma, mun það eigi að síður ýkjulaust mál, að ýmsir fagni komu liðsins, bæði vegna ríkjandi ástands í heimsmálum og eins af öðr- 4

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.