Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 48
96 SKINFAXI BÓKARFREGN Þorsteinn Einarsson og Stefán P. Kristjánsson: FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR. Reykjavík, 1951. — Útg. Jens Guðbjörnsson. Hér eru nú komnir í bókarformi íþróttaþættir þeir, er Þor- steinn Einarsson hefur á undanförnum árum ritað i Skinfaxa. Þessa þætti hóf liann að rita eftir tilmælum Aðalsteins lieit. Sigmundssonar árið 1941, en þá var Aðalsteinn ritstjóri Skin- faxa. Hefur Þorsteinn fengið í lið með sér ungan iþrótta- kennara, Stefán P. Ivristjánsson, og liafa þeir í sameiningu endurskoðað þættina, aukið við, samið nýja og skipulagt efnið. Er þetta hin myndarlegasta bók, 226 bls. í Skinfaxa- broti. Formála ritar Benedikt Jakobsson frjálsíþróttakennari. Um efnið skal hér ekki rætt, enda lesendum kunnugt að nokkru. Þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst kennslubók í frjálsum jþróttum, livort tveggja í senn handbók fyrir íþrótta- kennara og leiðbeiningar lianda iðkendum íþrótta um að- ferðir, þjálfun og rétt tök. Til frekari skýringar skal tekinn kafli úr inngangi Þorsteins Einarssonar: Tilgangur þessarar bókar er sá að leiða iðkendur frjálsra íþrótta til skilnings á hinum ýmsu íþróttagreinum og til réttrar þjálfunar. Hver heilbrigður maður, sem hefur vilja og kynnir sér bókina nógu vel, á að geta iðkað frjálsar íþróttir, livar sem hann er. Hann þarf engan fjölda í kring- um sig. Hann þarf engan glæstan fimleikasal eða eggslétt- ar, sérbyggðar brautir og flatir. Fjaran, melurinn, holtið. túnið, mýrin, hlaðvarpinn, herbergið — veita ágæta að- stöðu til æfinga og þjálfunar, en aðeins, ef viljinn er fyr- ir hendi. Ekki er að efa, að stór fengur er að bókinni, og mun.æsku- lýður landsins að ríkari eftir útkomu hennar. Frágangur allur er hinn vandaðasti, og ytri búnaður traustur, svo sem liæfir bók, er notuð verður úti á víðavangi eigi síður en í húsum inni. Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga fslands. Pósthólf 406 — Reykjavík Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júliusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. FÉLAQSPRENTEMIOJAN H.F.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.