Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 Af erlendum vettvangi II. MALTA — eyja Breta í Miðjarðarliafi Malta hefur verið nefnd mörgum dýrlegum nöfnum: Gim- steinn Miðjarðarhafsins, sóley og ástarvé, rós heimsins, hvíld- arstaður Póls postula, heimkynni riddara heilags Jóhannesar. Sizt er og fyrir það að synja, að Malta er fögur ey og merki- leg. Saga hennar er hvort tveggja í senn, fornhelg og nýfræg. Þó er eyjan aðeins rúmir 27 km á lengd og tæpra 13 km breið eða um 250 ferkm að flatarmáli. En hún má teljast þéttbýl mjög, því íbúar eru yfir 30 þús. Við eina götuna í Möltu eru hof frá dögum nýsteinaldar- manna á aðra hönd, en á hina höndina nýtízkuíbúðarhús hafnarverkamanna. Þannig tengist fortíð nútíð, og báðar bygg- ingar bera vitni um handlagni Maltabúans, því steinhöggvarar þar hafa um aldir þótt snillingar að byggja úr hinum gula kalksteini. Maltabúar eru að líkindum komnir af hinum fornu Föník- um, og eru þá náskyldir fólkinu beggja vegna Irska hafsins á eyjunum úti fyrir Skotlandi. Þeir eru gestrisnir menn og góðhjartaðir. Að sjálfsögðu eru þeir blandaðir ýmsum Ev- rópuþjóðum, einkum Bretum. Þeir eru stoltir af eylandi sínu og sögu, en kunna því ekki illa að vera þegnar í brezka heimsveldinu. Skipakomur eru tíðar til eyjarinnar, og flug- vélar víða að úr heiminum koma og fara. Mest ber á herskip- um úr Miðjarðarhafsflota Breta, svo og herskipum annarra þjóða Atlantshafsbandalagsins. Ferðamönnum verður tíðrætt um litbrigði og litaskipti á Möltu. Komir þú loftleiðis til eyjarinnar,virðist þér hún einna helzt líkjast gulu laufblaði á fagurbláum haffletinum. En þeg- ar flugvélin tekur að hringa sig niður, sérðu brátt, að eyjan er allmishæðótt, um hana alla er þéttriðið veganet, og milli borga, þorpa og bæja eru fjarskalega stuttar vegalengdir. I rauninni mó heita, að sumar borgirnar skilji lítið sundur nema nöfnin ein. — En þegar komið er neðar, muntu sjá örlitla akra, suma á tilbúnum stöllum, ræktaða til hins ýtrasta. Ur lofti minnir sveitin á Möltu helzt á marglita, tíglótta óbreiðu. Að líkindum tekur þú fljótt eftir aragrúa af fánum og flögg. um. Maltabúar eru afar mikið gefnir fyrir að flagga. Séu flöggin sérstaklega mörg, máttu vera viss um, að hátíð stend- uir yfir. En komirðu til eyjarinnar án þess að vera viðstadd- ur trúarhótíð, hefurðu alls ekki komið til Möltu. Lífskjör á Möltu hafa batnað til muna síðastliðin tuttugu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.