Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI cJlanclik ocj pramtí&ut 2; Raforkan og drelfbýlið eftir Daniel Ág-ústínusson. „Hér mœtti leiöa líf úr dauðans örk og Ijósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulœðum Draumsýn skáldsins. Þannig kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson við fossinn fyrir hálfri öld. Hann sá i anda „segulæðarnar" tengja saman liinar dreifðu byggðir víðs vegar um land- ið frá hinu sterka „fosshjarta“ og tendra ljós og líf, þar sem húmið ríkir. Hann sá þá gjörbyltingu, sem raf- magnið skapar í lífi manna og atvinnuháttum öllum. Hann hefur séð það, sem nú er viðurkennt, að raf- magnið er ekki aðeins undirstaða hvers konar stór- reksturs og iðnaðar í borgum og bæjum, heldur og nauðsynlegur grundvöllur að öllum störfum manna, hvar sem er. Þegar skáldið segir við fossinn: „Þú gætir unnið dauðans böli bót, stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins", sér það ekki aðeins frjómagnið, sem áburðarfram- leiðslan getur skapað fyrir kraft fossanna, heldur og hin margvíslegu ræktunarstörf, sem sveitirnar vinna í þágu lífsins er þær taka raforkuna í ])jónustu sína. Með aukinni tækni fjölgar þeim möguleikum, sem raforkan skapar i sveitunum. Hér skulu tekin upp fáein atriði, sem sýna til hvers nota má rafmagn og gera þannig langt mál stutt: Venjuleg heimilisnotkun með öllum þeim heimilisrafmagnstækjum, sem nú eru þekkt. Hitun á híbýlum, upphitun á drykkjarvatni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.