Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 6

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 6
6 SIÍINFAXI okkur. Svo þroskuð gæti þjóð okkar verið, að erlend- ur fáni yfir Keflavíkurflugvelli væri okkur viðs fjarri, aðeins óbein örvun og áminning. Skáldið segir: „En gæt þess, aS sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst, er frelsi og rétt vors lands stendur ógn af oss sjálfum.“ Sagan segir, að er forfeður okkar setlust hér að, hafi irskir menn kristnir flúið undan þeim. Ekki er get- ið neinna vopnaviðskipta. En enn stendur yfir hólm- gangan, sem Stephan G. talar um, að við vinnum sig- ur á því öllu, er torveldar hér byggð okkar, með menn- ingu og framförum. Frelsisstríð okkar, friðsamlegt án hlóðs, stendur enn yfir. Landnámi okkar er svo undur skammt á veg komið. Sænsk ungmennafélög hafa átthagarækt og starfs- rækt ofarlega á stefnuskrá sinni og norræn ungmenna- félög yfirleitt. Því liefur verið hreyft innan U.M.F.l. að þessi mál yrðu tekin hér til ákveðinnar meðferð- ar. Mætur maður í ábyrgðarstöðu telur, að ungmenna- félögunum sé í engu til þessa trúandi. Ef til vill mið- ar hann allt við það, að útvarpið flytur oft auglýsingar um danssamkomu frá ungmennafélögum, en gætir þess ekki, að þær eru tæpast nema önnur hlið máls- ins, að hér er oft um fjáraflasamkomur að ræða til eins og annars ræktarstarfs og menningar. Annar góð- ur maður, sem vafalaust þeklcir Umf. eins vel og hinn fyrrnefndi, telur liins vegar, að félögin muni geta gert hér stórt átak. Er það íþróttafulltrúi ríkisins. Ungmennafélaginn kunni, Nikolaus Gjelsvik pró- fessor, segir frá slcólaárum sínum í Stafangri, að kenn- ararnir sumir hafi litið á það sem köllun sína að halda ættjarðarást nemendanna í lágmarki. Einn þeirra vitnaði t. d. til orða Björnsons í ljóðinu „Jeg vil værge mit land“: „Her er sommersol nok, her er sædejord nok, bare vi, bare vi liave kærlighed nok.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.