Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 19
SKINFAXI 19 / þrjú ár hafði hann siglt yfir sœinn í sókn gegn vígvéla drápgirni og brœði, barizt sem Ijón við beljandi œginn við boðana hvœsandi og stormsins œði. Oft var það geigvcent Atlantshafið, œðandi fjallhátt bylgjutrafið. í djúpunum leyndist dulinn voðinn, drápfús og eltandi, verri en boðinn. Alltaf með sœmd hafði fleyið hans flotið, gegn flugvélum, kafbátum blindum af œði, en stundum var nærri skipi hans skotið, skeyti öskrandi af drápsvon og brœði. Hervélar œddu um lífanna að leita í löngum að fá sinni morðfýsn að beita. Sökkvandi skip mátti á sjónum eygja, sundurtœtt flök með menn að deyja. Við hverja raun óx hetjunnar hjarta og hreystin og karlmennskan svall í blóði, er hrannaðist um þá ógnin svarta, efldist hver taug af styrk og móði. Hans starf var til sveltandi lýða og landa, að leita með bjargir og sigra vanda. Hann helgaði líf sitt veglegu verki og vann með sœmd undir íslandsmerki. Þó karlmennskan logi á bröttum bárum, svo bjart sé um okkar hetjusveina, margir vilja þeir sœrast sárum, sumir fá aldrei bœtur meina. 2*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.