Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 20

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 20
20 SKINFAXI Þrekið vantar að standast strauminn og sterku orðin, sem toga í glauminn. Sveinninn okkar sá ekki voðann, sá ekki í gleðinni hœttuboðann. II. Hér hefst raunaleg sorgarsaga, siglt var í land frá ógn og hörmum. Heillandi var um heiða daga heima í fóður og móðurörmum. Vinirnir komu, létt var lundin lífið bjart og hlý hver stundin. Kvöld eitt var sezt að sumbli í landi, sem er svo margra drengja vandi. Glaumurinn jökst og glösin skullu, gamanið varð að svörum heitum. ófrömum sveinum ópin gullu, ögrandi hróp með hvössum skeytum. Ef þú ekki meira þolir vinur, já, þá ertu fjárans ári linur. Ýtt var með þunga út í sukkið og alltaf var meira og meira drukkið. Kœtin varð áköf með œrslunum Ijótum, ýmsir lágu sem dauðir í valnum. Sveinninn varð villtur og valtur á fótum, vinirnir týndust í gleðisalnum. Hann hugðist að fara, en hvert, það var gáta, frá hrínandi sveinum, sem œpa og gráta, svo skjögraði hann örmagna eitthvert strœti, illa til reika með dauða kœti.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.