Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 29

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 29
SKINFAXI 29 Jón Kristgeirsson frá Gilstreymi: SVEITIN MÍN Ávarp til Umf. Dagrenningar í Lundarreykjadal á 40 ára afmæli þess, 22. 7. 1951. „Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga.“ Þeim, sem hafa verið fjarvistum úr sveitinni sinni um langan aldur, og hafa ef til vill ekki litið hana augum, jafnvel svo áratugum skiptir, vill gjarnan vefjast tunga um tönn, ef þeir eru allt í einu staddir meðal hins gróandi lífs og daglegra anna í sveit- inni sinni, og gefst tækifæri til að ávarpa liana úr kallfæri. Það er nefnilega svo margt, sem á hugann leitar, ýmsar myndir, minningar og stemningar, sem ei verður með orðum lýst, né klætt í neinn þann búning, sem öðrum má verða skiljanlegt; þess vegna er bezt að vera fáorður. Ég er í hópi þeirra, sem fóru burt úr sveitinni sinni. Hafði ég ]iví eiginlega ekki manndóm né ]ior til þess að leita þar þeirrar hamingju og farsældar, sem sveitin mín hafði húið mér í skauti sinu. Kaus ég þvi annan vettvang fyrir ævistarfið. Ég og mín- ir líkir eigmn ]iví i raun og veru trauðla rétt á því að koma hér nú á slíkum stundum og þessari, þegar fagna ber góðum áfanga, — unnum sigri. En hins vegar er þess að gæta, að sveitin hefur ekki brugðist mér. Hún er ætíð söm og jöfn; hún er hið eilífa, sem varir. Og það veganesti, sem hún gæddi mig við burtför mína, befur dugað mér vel, eða að minnsta kosti eins vel og orðið gat eftir þvi, sem efni stóðu til hjá mér, og ég var maðurinn til að ávaxta mitt pund. Fyrir þetta er ég þakklátur og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.