Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1952, Page 31
SKINFAXI 31 sem fór bæ frá bæ, — áskorun til allra að duga vel. Áminning um að verja kröftunum skynsamlega, þola ekki ranglæti, iðka drengskap og hreinlyndi — í fám orðum sagt, það var hróp til æskumannsins um að temja sér að vera sannur maður. Virðist mér að fé- lagsskapur þessi hafi þannig komið ár sinni fyrir borð, að menn hrifust almennt af rödd þess, vökn- uðu til nýs og betri skilnings á lífinu. Komu auga á margskonar dásemdir og verðmæti þessa lífs, sem áður voru huldar, en gáfu lífinu veglegt gildi og var þeim sífelld uppspretta til dáða og drengskapar. Síðasta atliöfn þessa félags, sem ég var viðstaddur meðau ég var félagi þess, var kappsund hérna i Grímsá, rétt fyrir neðan, árið 1913. Mun það hafa verið ávöxtur eða nokkurs konar sundpróf að af- loknu sundnámskeiði hér í Brautartungulaug, ef sundlaug liefur mátt kalla, eins og þá var um hnút- ana búið. En sú laug mun aðallega liafa vei’ið gjörð Frá afmælisfagnaðinum 22. júli.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.