Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 34

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 34
34 SKINFAXI þótt það sé hálfkjánalegt að vera svo persónulegur að vera með eigin játningar. Ég hef dvalið á nokkr- um stöðum hér á landi. Góðum stöðum, þar sem mér helur liðið vel. Alls slaðar liefur mér liðið vel, hvar sem ég hef átt heima. Og ég hef kvatt alla þessa staði með nokkrum söknuði. Samt er mér það Ijóst, að ekki er til nema einn staður, sem ég get sagt um með sanni „sveitin mín“. Lundarreykj adalur — Gilstreymi — Vörðul'ell -— Eiríksvatn — Selhæðir — Kvígindisfell — Skorra- gil — Varðan — Snösin —. Öll þessi orð hafa alveg sérstakan hljómgrunn í huga minum. Engin önnur staðanöfn, nema þá einhver í náhýli þeirra, geta liljómað í eyrum minum á sama hátt. Jafnvél þótt aðrir staðir á landinu séu samnefndir, það er að segja heiti sama nafni, þá eru það í raun og veru allt önn- ur nöfn. T. d. eru mörg fell hér á landi, sem heita Vörðufell, en mér finnst að elckert þeirra heiti Vörðu- fell á sama hátt og Vörðufellið hérna við hotn þessa dals. Nafnið á því felli hefur allt annan lnynjanda og annan blæ en nafnið á öllum hinum Vörðufell- unum. Hið góða hoð til mín liingað í dag minnir mig á það á raunhæfan hátt, að ég er tengdur æskustöðv- unum þeim böndum, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þegar ég var á leiðinni liingað áðan í bílnum lians Þorsteins á Skálpastöðum, sem flutti mig liingað siðasta spölinn, þá flaug spói upp undan hílnum rétt á móti Gullberastöðum og fór að vella graut. Þá tók ég eftir því, að sá spói liafði önnur Idjóð en þeir spóar hafa, sem ég hef hlustað á undanfarin ár. Hann söng nefnilega sama lagið og spóinn iðkaði liér frammi í dalnum áður fyrr. Þótti mér gaman að hugsa út í það, að enn eru til reglulegir spóar. Ég óska ungmennafélaginu Dagrenningu hjartan-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.