Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 36
36 SKINFAXI é^inarióon: ■mariion: STARFSÍÞRDTTIR XXI. A. Staríslilanp. í 1. liefti Skinfaxa 1951 birtist grein um starfsíþróttir á grundvelli þeirrar samþykktar, sem gerð var á sambandsráðs- fundi U.M.F.Í. haustið 1950. í byrjun þessa vetrar bauð félagið ísland—Noregur hingað tveimur forvígismönnum „Norges Bygdeungdomslag“, til þess að kynna okkur nónar, hversu Norðmenn standa að framkvæmd starfsiþrótta á mótum sínum. Annar þeirra, Gunnar Nyerröd, formaður fyrrnefndra sam- taka, hélt ágætan fyrirlestur um málefni þeirra og einkum um starfsíþróttirnar. Hinn, Tore Wiig, skipulagsstjóri félaganna sýndi kvikmyndir og skýrði einstakar greinar keppninnar. Þá áttu þeir félagar viðræðufund með þeim, sem áhuga höfðu fyrir málinu. Var ég svo heppinn að fá að taka þátt i honum. Einnig hittu þeir sérstaklega að máli tvo úr stjórn U.M.F.Í., þá Daníel Ágústínusson og Daníel G. Einarsson. Létu þeir U.M. F.í. i té ýmis smárit með upplýsingum um keppnisgreinar og kváðu U.M.F.Í. heimilt að þýða þau og nota sem bezt. Á grundvelli þessara viðræðna og upplýsinga, eru hér á eftir settar fram reglur og leiðbeiningar um starfshlaup. Ein grein frjólsra íþrótta er hindrunarhlaup. í þeim hlaup- um er komið fyrir hindrunum, grindum eða vatnspyttum, sem lilaupararnir verða að yfirstíga, ásamt þvi að hlaupa vissa vega- lengd fró viðbragðslínu til marks, til þess að teljast liafa lok- ið hlaupinu. í starfshlaupi koma viss störf, spurningar eða þrautir i stað hindrananna, en vegalengd hlaupsins er ákveðin sam- kvæmt aldri, þroska og getu þátttakanda, árstið og umhverfi. Meðfylgjandi eyðublað sýnir nokkur „störf“ og reglur þær, sem Norðmenn liafa um hlaupið.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.