Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 39

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 39
SKINFAXI 39 Milli fyrstu 2—3 stöðvanna má hafa styttra, cn milli hinna siðari eða siðustu lengra. Nú höfSum við Sigurður ákveðið ieiðina og stöðvar við hana. Okkur fannst vissara að fara varlega og höfðum þvi stöðvarnar 5. Við útbjuggum okkur eyðublöð fyrir livern keppanda — alls 17. Hver varðmaður fékk 17 miða. Skyldi liann, þegar keppandi kom á stöð lians, rita nafn hans á miða og svo upplýsingar um hversu hann leysti það starf, sem stöðin bauð. Ætti á stöðinni að segja til um þunga einlivers hlutar, þá var nóg að skrifa ágizkunina á miða við nafn keppanda. Væri um svör við spurningu að ræða, skyldi rita t. d. 1. rangt, 2. rétt o. s. frv. Nú höfðum við ákveðið að láta piltana flytja skilaboð og því létum við hlaupið hefjast inni í skólastofunni, en þar liöfðum við skráð skilaboðin greinilega á töfluna. Ég sat i skólastofunni og um leið og ég hleypti einum pilti inn, skráði ég burtfarartíma hans á eyðuhlað, sem var merkt nafni hans og rásnúmeri. Áður hafði piltunum verið skýrt frá gangi lilaupsins og tilgangi þess, Ég geymi að ræða tilganginn þar til síðar, en lietd áfram með framkvæmd hlaupsins. Piltunum var t. d. sagt, að þegar þeir kæmu inn fyrir þrep- skjöld skólastofunnar, þá væri hlaupið liafið og í skólastof- unni legðu þeir sér á minni skilaboðin, sem stæðu á töflunni; þeir mættu hlaupa fram úr félögum sínum, ef þeir gætu, en kæmu þeir jafnir inn á stöð, yrði sá að bíða, sem síðar var ræstur af stað, en kæmu þeir svo ámóta að bið væri fyrir annan, yrði sá að bíða, sem síðar kæmi á stöðina, þó að hann hefði orðið fyrr af stað. Áður en hlaupið hófst höfðum við Sigurður stillt saman tvö úr með sekúnduvísum, því að við ræstum piltana af stað með V'i minútu millibilum. Þegar ég hafði skrifað á eyðubtað eins hlaupara burtfarartíma hans, þá sendi ég eyðublaðið til Sigurðar, en hann stóð við vesturdyr skólans, en þar höfðum við endamark. Þegar lceppandi kom í mark, las Sigurður tímann af sinni klukku og skrifaði komutímann á eyðuhlað viðkomandi hlaup- ara. Eigi tímataka í hlaupi, þar sem keppendur eru ræstir með tímamillibilum, að vera rétt, þarf að beita nákvæmni.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.