Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 45

Skinfaxi - 01.04.1952, Side 45
SKINFAXI 45 Jón Kjartansson, Siglufirði: Vígsla sundlaugar í Siglufirði. (Vígslurœ'ða bæjarstjórans í Siglufirði 9. júlí 1950.) Fyrir liönd bæjarstjórnar Siglufjarðar býð ég ykkur öll velkomin lil þessara hátíðahalda hér í dag. Til þeirra hefir verið efnt í tilefni þess, að nú fyrst, eftir nokkurra ára lilé, er unnt að hefja sundiðkanir og sundkennslu á ný í Siglufirði. Vissulega er slíkt fagnaðar og hátíðarefni. Eins og gefur að líta er sundlaugarbyggingunni eins og hún er fyrirhuguð, hvergi nærri lolcið, það vantar enn mikið á, en samt er svo langt komið þessu mannvirki, að liægt er að hefja hér sundkennslu og iðka sund, en það er knýjandi nauðsyn í hverri byggð. Nú um all langt skeið liafa siglfirzkir unglingar þurft að leita til annarra staða til að fullnægja kröfunum um sund- kunnáttu. Þetta ástand i sundmálum okkar hefur verið óþol- andi. Nú tillieyrir það fortíðinni. Með byggingu þessarar sund- laugar gefst siglfirzkri æsku glæsilegt tækifæri til sundnáms og það er von þeirra, sem að byggingu og rekstri sundlaugar- innar standa, að æska bæjarins, sem og aðrir notfæri sér það sem bezt. Á stundum sem þessari er margs að minnast. Ég vil fyrst minnast brautryðjendanna hér i Siglufirði, ekki einungis á sviði íþrótla og menningarmála heldur allra, sem lögðu hönd á plóginn til að gera Siglufjörð byggilegri og betri. Siglufjörður — bærinn okkar — hefur verið að mótast s.l. hálfa öld. Nokkru eftir að séð var að Siglufjörður yrði mið- stöð sildveiða og síldariðnaðar fór fólk að flytja í bæinn annars staðar frá. Fólkið sem fyrir var, fagnaði því og taldi það talandi vott þess að Siglufjörður væri bær framtíðarinn- ar. Á þessum árum heyrðust raddir, sem töldu Siglufjörð lítt byggilegan og litu á bæinn sem hentuga verstöð, þar sem að- komumenn úr öllum landsfjórðungum gætu deilt og drottnað, án þess að hafa skyldum að gegna við hann. Fólkið sem liing- að flutti og hér fædlist og ólst upp var á annarri skoðun og andstætt farfugla- og verstöðvarhugmyndinni. Það snéri bök- um saman. Það hafði vilja og kraft til viturlegra lramkvæmda

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.