Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 46

Skinfaxi - 01.04.1952, Síða 46
46 SKINFAXI og verulegan framfaraáhuga. ÞaS setti sér takmark til aS vinna að. í dag höfum við náS einu þeirra. Siglufjörður er byggi- legri í dag en hann var í gœr. í nafni bæjarstjórnarinnar þakka ég ölhim, sem stuðlað hafa að því á einn eða annan hátt, að hægt er nú að taka i notkun þessa sundlaug. ÞaS yrði of langt mál að fara hér í upptalningar og gefa skýrslur, en þakkir eru færðar áhuga- mönnum öllum. Ég heyri stundum dugandi fólk tala um að vegna vaxandi örðugleika sé nauðsynlegt að flytja burt úr bænum. Ég vil nota þetta tækifæri og minna á í þessu sambandi, að fyrr liefur verið erfitt í Siglufirði en nú, aftaieysi — fátækt, harðindi og isaár hafa herjað hyggð okkar, en það fækkaði aldrei fólki í bænum. Tign fjallanna, dásemi miðnætursólarinnar, hið al- stirnda vetrarhjarn, kyrrðin, lognið og siðast en ekki sízt trúin á Siglufjörð vóg upp á móti fyrr töldum vágestum. Látum það ekki sannast að fóikið flýi bæinn. Sundlaugin, sem vígð er í dag er árangur samstillts vilja — samstillum einnig viijann til verulegra átaka á öSrum sviSum bæjar- lífsins. Eining og samhugur getur ótrúlega miklu til vegar komið. Leitumst við að gjöra kaupstaðnum gagn og sóma í smáu sem stóru. Þessi bygging, sem vígð er í dag, er orðin dýr. Kostar nú, þó livergi nærri fuilgerð, um kr. 900.000.00. Fé þetta mun þó ekki verða eftirtalið, þó nú sé hart í ári, því það er enn dýr- ara hverjum bæ að hafa eigi aðstöðu til sundkennslu. Það er liressandi einmitt nú, í margumtöluðu aflaleysi og óáran að geta gert sér dagamun, eins og við gerum í dag og af öðru eins tilefni. Það gefur kjark og eyluir trú á framtíð staðarins. Það er von allra Siglfirðinga að hér ríki umgengnismenning og þrifnaður og reglusemi skipi öndvegi. Til væntanlegra gesta er þeim tilmælum beint, að þeir skoði þetta sem annað heimili sitt og geri sitt bezta til að sá einn svipur setjist á stofnun þessa, sem bæjarfélaginu er til sóma. Sundlaugin verður vígð með björgunarsundi. — Það er eng- in tilviljun. Hér er sonum og dætrum Siglufjarðar ætlað að læra að bjarga sér á hættustund, ef með þarf. Ég minnist i þessu sambandi nieð sérstöku þakklæti velvitja og fórnar- lundar kvennadeildar Slysavarnafélagsins og sjómannasam- takanna i hænum. — Að svo mæltu lýsi ég yfir því, fyrir hönd hæjarstjórnar, að Sundl. Siglufjarðar er tekin til starfa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.