Skinfaxi - 01.11.1953, Page 6
102
SKINFAXI
GCÐMUNDUR ll.IAI/I ASOX
ALDARMINNING
Á síðastliðnu sumri var öld liðin'frá fæðingu Guð-
mundar Hjaltasonar, en hann var meðritstjóri Skin-
faxa, er ritið hóf göngu sina. Guðmundur kom heim
íil Islands árið 1909 eftir sex ára dvöl erlendis, aðallega
i Noregi og Danmörku. Þar hafði hann kynnzt náið
starfsemi ungmennafélaga, sem þá voru búin að ná
góðri íotfestu í þessum löndum. Hreifst Guðmundur
af anda þeirra, enda ferðaðist hann um á þeirra vegum
og hélt fyrirlestra. — Eftir heimkomuna varð Guð-
mundur starfsmaður ungmennafélaganna, ferðaðist un;
landið og hélt fyrirlestra og annaðist um skeið ritstjórn
Skinfaxa með Helga Valtýssyni. Guðmund Hjaltason
að veita upplýsingar um þessi efni bréflega, ef menn
vilja snúa sér til mín.
Ég er alveg sánnfærður um, að starfsíþróttir eiga
eftir að skipa veglegan sess í framtíðarstörfum ung-
mennafélaga, og þær munu óefað verða til mikils gagns
og ánægju. Starfsemi bandarísku 4H-félaganna er lika
mjög athyglisverð, en þau félög hafa ýmsar áætlanir í
búnaðarmálum, sem framkvæmdar eru á lengri eða
skemmri tíma. Mætti sem bezt tengja þau atriði starfs-
íþróttunum. En þetta er önnur saga, sem seinna verður
rakin. — Það, sem höfuðmáli skiptir fyrir félögin núna,
er að þau geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi þessarar
starfsemi. Starfsíþróttir eru einnig bætandi fyrir vinnu-
hrögð, ])vi að sjálfsögðu má koma við geysimikilli
fræðslu um starf og þjálfun í því, þegar vinnukeppni cr
undirbúin. Er áreiðanlegt, að þetta mun verða land-
búnaðinum til mikils gagns, og síðar öðrum atvinnu-
vegum.