Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 7
SKINFAXI
103
má því hiklaust telja einn
af frumkvöðlum ung-
mennaf élagshreyf ingar-
innar á Islandi.
Guðmundur Hjaltason
var fæddur að Áshjarnar-
stöðum í Stafholtstung-
um í Borgarfirði 17. júlí
1853. Ólst hann þar upp
hjá fósturforeldrum tii
16 ára aldurs. Næstu
árin var hann hjá móð-
ur sinni og stjúpa, er
hjuggu að Kvíakoti í
Þverárhlíð. Á þeim ár-
um fór Guðmundur til
sjóróðra, fyrst á Akra-
nesi, en siðan á Seltjarn-
arnesi.
Guðmundur var snemma bókhneigður og sólgin i
alls konar fróðleik, og átti hann þess töluverðan kost í
uppvextinum að fullnægja þeirri hneigð, þótt ekki
væri um skólagöngu að ræða. Einnig fékkst hann
snemma við ritstörf. Á Seltjarnarnesi komst Guðmund
ur í kynni við menn, sem mátu vel gáfur hans og hug-
sjónaeld. Gáfu tveir bændur þar á nesinu út ljóðabók
eftir hann, er hann var um tvítugs aldur. Nefndist
Ijóðabókin Fjóludalur og vakti töluverða athygli.
„Kynntist ég þá höfuðskáldum landsins og lærði margt
af þeim“, segir Guðmundur sjálfur. En bókin hafði enn
meiri og örlagaríkari áhrif á líf Guðmundar og þroska.
Jón Jónsson landritari las hókina og hauðst eftir það
til að taka þátt í kostnaði við námsdvöl Guðmundar
erlendis. Gekk hann í félag með útgefendum bókarínnar
og þriðja bóndanum á Seltjarnarnesi um að hjálpa
Guðmundi til að fara til Noregs til náms i lýðháskóla.