Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 8
104
SKINFAXI
— Þessi námsför Guðmundar hafði varanleg áhrif á
störf hans og lífsviðhorí alla tíð síðan, og þykir þvi
rétt að birta hér stutta frásögn hans sjálfs um hana:
„Svo fór ég til Noregs i ágúst 1875 og var tvo vetur
á Gausdalsskóla. Þar var kirkjuskörungurinn Kristofer
Bruun skólastjóri, og skólamennirnir Matthias Skar og
Frits Hansen og skáldið Krístofer Janson kennarar.
Björnstjerne Björnson bjó við skólann og hélt fyrir-
lestur einu sinni í viku fyrsta veturinn. Var margl
og mikið að læra af öðrum eins mönnum. Þeir hrifu
og fræddu og voru fyrirmyndir góðar.
Ég vann vanalega norska sveitavinnu fyrsta liaustið
og sumarið næsta. Fór svo að halda fyrirlestra í kaup-
stöðum og sveitum um haustið næsta, og svo einkuin
vorið og sumarið á eftir. Voru þeir um land vort og
þjóð, 70 alls. Var þeim vel tekið, lialdið fram kostum
þeirra, en breitt yfir brestina og borgað vel.
Haustið 1877 fór ég svo til Askov á Jótlandi. Var
þar við nám 3 vetur, og svo fjórða veturinn þar bæði
við nám og kennslu. Vann á sumrum hjá bændum. Fór
svo smám saman að halda fyrirlestra, eins og í Noregi,
og urðu þeir 80 alls. Var þeim alltaf mjög vel tekið.
Norsk og dönsk alþýða var þá ennþá ófróðari um oss,
en hún er nú.
Þá var ég og i Kaupmannahöfn fleiri vikur, að skoða
söfn og garða. Svo og í Gautaborg, Slokkhólmi og Upp-
sölum; skoðaði líka söfn þar og kynntist ýmsum merk-
ismönnum og hélt þar fyrirlestra. Síðan fór ég til Eng-
lands og skoðaði Lundúna-söfn í liálfan mánuð. —
Safnskoðun þessi varð mér alltaf sannur aukaskóli.
Bæði meðan ég var ytra og eins eftir að ég kom heim
ritaði ég margt um Island i norsk, dönsk og seinna
sænsk l)löð. Og á námsárum mínum ritaði ég mikið í
Norðurfara um danska og norska lýðháskóla.“
Guðmundur kom aftur heim til Islands sumarið
1881. Hófst þá harátta hans fyrir stofnun lýðháskóla,