Skinfaxi - 01.11.1953, Page 14
110
SKINFAXI
Frá aflijjiipini miimisvarAa Stepliaiisí
<«. S<epli a ii ks»iia t* á Arnarstapa
19. jtilí s.l.
Minnisvarði Stephans G. Stephanssonar var afhjúpaður
á Arnarstapa í Skagafirði við hátíðlega athöfn sunnudaginn
19. júlí s.l. Veður var hið ákjósanlegasta, sólskin og blíðviðri,
og mikill mannfjöldi samankominn í tilefni dagsins. Dóttir
Stephans G. Stephanssonar, frú Rósa Benediktsson, var þarna
sérstakur gestur, svo og margir aðrir V.-íslendingar, er hér
voru á ferð í sumar. Samkoman fór í alla staði vel og skipulega
fram.
Rœður fluttu: Guðjón Ingimundarson, formaður Ungmenna-
sambands Skagafjarðar, Steingrímur Steinþórsson, forsætisráð-
herra, Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, dr. Broddi Jóhannes-
son og Gísli Magnússon bóndi. — Kvæði eftir Stephan G.
Stephansson lásu: Pétur Hannesson, póstafgreiðslumaður, Sauð-
árkróki, Hallgrímur Jónasson, kennari, Andrés Björnsson, full-
trúi og Eyþór Stefánsson, tónskáld. Frumort kvæði fluttu:
Gunnar Einarsson, kennari, Jónas Jónasson frá Hofdölum,
Jónatan Jónsson Skagan, Reykjavík og Magnús Gíslason, bóndi,
takist að varðveita sameiginlegan arf og menning okkar
blómgist, guði til dýrðar og komandi kynslóðum íil
blessunar.