Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 16
112
SKINFAXI
Yíðimýrarmegin er allstór hliðmynd af skáldinu með áletruðu
nafni þess og ártölunum 1853 og 1953.
A þriðja fletinum, þeim er yeit beint að Víðimýrarseli, situr
skáldið með langspil á hné sér, yfir það hefur hann lagt skinn-
skekkil og skrifar þar á með fjöðurstaf:
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Á þessari mynd örlar einnig á merki bóndans. Er það ljár og
reka.
Er hátíðahöldunum við Arnarstapa lauk, var haldið niður
í Varmahlíð og sezt að veizluborði. Öllum viðstöddum Vestur-
Islendingum var boðið í þessa veizlu, svo og öðrum þeim, er
mest höfðu unnið að framgangi þessa máls eða lagt skerf til
hátíðahaldanna á ýmsan hátt. Vegna rúmleysis voru þó margir,
sem þarna hefðu átt að vera, settir hjá. í hófinu fluttu ræður
þeir séra Helgi Konráðsson, Ólafur Sigurðsson og Sigurður
Sigurðsson bæjarfógeti, og færði hann frú Rósu forkunnar fagra
áletraða silfurskeið að gjöf frá Skagfirðingum. Einnig flutti
fararstjóri Vestur-íslendinganna, prófessor Finnbogi Guð-
mundsson, þakkir til skagfirzkra ungmennafélaga fyrir höfð-
inglegar móttökur. Að lokum sleit Eyþór Stefánsson hófinu
með stuttri ræðu.