Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 16
112 SKINFAXI Yíðimýrarmegin er allstór hliðmynd af skáldinu með áletruðu nafni þess og ártölunum 1853 og 1953. A þriðja fletinum, þeim er yeit beint að Víðimýrarseli, situr skáldið með langspil á hné sér, yfir það hefur hann lagt skinn- skekkil og skrifar þar á með fjöðurstaf: Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Á þessari mynd örlar einnig á merki bóndans. Er það ljár og reka. Er hátíðahöldunum við Arnarstapa lauk, var haldið niður í Varmahlíð og sezt að veizluborði. Öllum viðstöddum Vestur- Islendingum var boðið í þessa veizlu, svo og öðrum þeim, er mest höfðu unnið að framgangi þessa máls eða lagt skerf til hátíðahaldanna á ýmsan hátt. Vegna rúmleysis voru þó margir, sem þarna hefðu átt að vera, settir hjá. í hófinu fluttu ræður þeir séra Helgi Konráðsson, Ólafur Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson bæjarfógeti, og færði hann frú Rósu forkunnar fagra áletraða silfurskeið að gjöf frá Skagfirðingum. Einnig flutti fararstjóri Vestur-íslendinganna, prófessor Finnbogi Guð- mundsson, þakkir til skagfirzkra ungmennafélaga fyrir höfð- inglegar móttökur. Að lokum sleit Eyþór Stefánsson hófinu með stuttri ræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.