Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 17

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 17
SKINFAXI 113 RÆÐ A □ UÐJÓNS INGIMUNDARSDNAR, FORMANNB UNGMENNASAMBANDS SKAGAFJARÐAR, Á ARNARSTAPA 19. JÚLÍ 1953 Virðulegu samkomugestir. Ungmennasamband Skaga- fjarðar og Stephans G. nefndin býður ykkur öll velkomin lii þessara hátíðahalda í dag. Margar ástæður gætu lcgið lil þess, að við nú fjölmennum hér á Arnarstapa. Sú ástæðan, að hér blasir við augum okkar eitt fegursta hérað þessa lands, væri ærin nóg til þess að eiga hér sameiginlega dagstund og Guðjón Ingimundarson. njóta þess viðsýnis og þeirrar fegurðar vítt yfir héraðið, sem staðurinn hefur að bjóða. Tilefni þessa mannfagnaðar er þó ekki þetta, lieldur erum við fyrst og fremst komin hingað til þess að minnast þess, að nú eru senn liðin hundrað ar frá fæðingu Islendingsins og skáldsins Stephans G. Stephanssonar, en hér í næsta nágrenni fæddisí hann og var uppalinn. Hingað á Arnarstapann liafa spor hans vafalaust tíðum legið. Af stapanum hefir hann horft yfir hérað sitt —- út í víðsýnið — út í óráðna framtíð. Við erum í dag komin liingað til þess að minnast Stephans G. Stephanssonar með því að af- hjúpa minnisvarða þann, er honum hefur verið reistur á æskuslóðum hans. 8'

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.