Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 23

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 23
SKINFAXI 119 leikrit, sem samið hafði verið í tilefni afmælisins. Dans- að var á palli í tæpar tvær stundir og síðan rann upp lokastundin og jafnframt sú áhrifamesta. Það var orðið rokkið og svæðið því upplýst og þar var mikil þröng. Síðustu tónarnir frá hljómsveitinni dóu út, ólgandi mannhafið kyrrðist, ljósin slokknuðu, en bál mikið var tendrað. Eldtungur teygðust upp yfir trjátoppana og bar við himin. Bjarma sló á trén og mannhafið um- hverfis. Þá kvað við raust mikil og karlmannleg. Það var danska skáldið Jörgen Bukdahl, sem liélt þarna þrumandi ræðu, reglulega bálræðu. Eldmóðurinn svall í hverri setningu og bjarmi frá hálinu skapaði ógleyman- legt umhverfi. Eldtungur Bukdahls teygðust í margar áttir. 1 leiftursetningum varpaði hann Ijósi yfir liand- ritamálið og sendi okkur Islendingum hlýjar kveðjur og fagrar óskir. Þannig geystist hann land úr landi, hvcr leifturmyndin rak aðra, er skildi eftir sig glögg spor. —- Suður-Slésvik er ekki gleymd og sifellt á vörum Dana þarna og gerir þeim léttara að skilja inenningar og frelsisbaráttu annarra þjóða. Og í handritamálinu eig- um við þarna hauka í horni, sem leggja okkur lið eftir megni. Bálið minnkar, og við deyjandi hjarmann frá rjúkandi bálkesti hverf ég frá Skibelund Krat með bjartari mynd af baráttu þjóðanna fyrir sjálfstæði og þjóðlegri menningu í huga. Sú barátta er bál, sem ekki kulnar, þótt kalt gerist, kynslóð tekur við af kynslóð, kyndill- inn er borinn áfram, og eldurinn leynist ekki. Þökk sé D.D.U. fyrir allt, sem þau hafa gert til þess að auka skilning á Islandi og Islendingum meðal Dana. Þökk fyrir gott samstarf og vinalegar móttökur, er við sækj- um þá heim. Heill og hamingja fylgi D.D.U. í barátt- unni fyrir öllu því, sem er danskt og kristilegt. Guð blessi D.D.U. og U.M.F.I. Ingólfur Guðmundsson Laugarvatni.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.